Fara í efni

Fundur með Ferðafélagi Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202404019

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 46. fundur - 11.04.2024

Inn á fund heimastjórnar kom Þórhallur Þorsteinsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs.

Á fundinum voru rædd málefni tengd Loðmundarfirði og fyrirhugaðri friðlýsingu Stakkahlíðar, landvörslu á Víknaslóðum og Stórurð og frágangi bílastæða við upphaf gönguleiða í Stórurð frá Njarðvík og Vatnsskarði. Þá var einnig rætt um merkingu á kortavef Landssambands hestamanna á reiðleið yfir Kækjuskörð sem hingað til hefur einungis verið skilgreind sem gönguleið. Svæðið er talið mjög viðkvæmt fyrir annarri umferð en fótgangandi.

Heimastjórn þakkar Þórhalli fyrir komuna og mun taka erindin til umfjöllunar á næsta fundi.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Þórhallur Þorsteinsson - mæting: 10:00
Getum við bætt efni þessarar síðu?