13.11.2020
kl. 08:44
Múlaþing og tengdir aðilar óska eftir tilboðum í vátryggingar fyrir tímabilið 2021 – 2023.
Lesa
12.11.2020
kl. 10:39
Laugardaginn 14. nóvember opnar sýningin "I don't know how to human in theater of nature" með listakonunni Laura Tack á efri hæð Sláturhússins.
Þar sem að fjöldatakmarkanir eru í gildi vegna Covid -19 verður ekki um eiginlega opnun að ræða kl 14:00 heldur munum við taka á móti gestum frá kl 14-18. Einungis 10 manns geta verið inni á sýningunni í einu og því munum við bjóða upp á heitt kakó og meðlæti til að stytta fólki stundir fyrir utan Sláturhúsið. Listakonan verður sjálf á staðnum og leiðir gesti um sýninguna. Tveggja metra reglan er í fullu gildi og við mælumst til þess að gestir mæti með grímu.
Lesa
11.11.2020
kl. 13:24
Tillaga að fyrstu fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2021 ásamt 3ja ára áætlun fyrir 2022-2024 verður lögð fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn Múlaþings á fundi þann 11. nóvember 2020. Seinni umræða er áætluð þann 11. desember 2020. Var áætluninn afgreidd af byggðaráði þann 3. nóvember og vísað til fyrri umræðu.
Lesa
11.11.2020
kl. 11:03
Enginn er nú með virkt COVID smit á Austurlandi.
Þó ástand sé gott í fjórðungnum eru sóttvarnareglur þess eðlis að þær geta verið íþyngjandi fyrir marga. Mikilvægt er þá að tapa ekki gleðinni og njóta þess að vera til. Ein leið til þess er að heyra reglulega í okkar nánustu og í öðrum þeim er kunna að eiga erfiða tíma. Skimum yfir sviðið hvert og eitt okkar og hjálpumst að við gleðja hvert annað.
Höldum áfram að gera þetta saman.
Lesa
06.11.2020
kl. 13:14
Vakin er athygli á tveimur lausum störfum hjá Múlaþingi. Annars vegar er um að ræða verkefnisstjóra á umhverfis- og framkvæmdasviði og hins vegar leikskólafulltrúi á fjölskyldusviði.
Lesa
01.11.2020
kl. 23:27
Leikskólastarf í leikskólum Múlaþings verður með óbreyttum hætti mánudaginn 2. nóvember.
Lesa
01.11.2020
kl. 16:40
Þar sem ljóst er að hertar sóttvarnaraðgerðir hafa víðtæk áhrif á skipulag skólastarfs í grunnskólum hefur verið ákveðið að hafa starfsdag í grunnskólum Múlaþings til að gefa starfsfólki tækifæri til að bregðast við þeim aðstæðum sem fram undan eru
Lesa