22.12.2020
kl. 14:28
Greining gagna og mat á stöðugleika á rýmingarsvæði hefur staðið yfir og er metið reglulega. Aðstæður hafa farið hratt batnandi eftir að rigningu slotaði og kólnaði í veðri. Hins vegar er gert ráð fyrir að hlýni að nýju í skamman tíma á aðfanga- og jóladag. Því munu hús sem efst eru í byggðinni í jaðri rýmingarsvæðis haldast óbreytt í rýmingu til 27. desember að minnsta kosti.
Lesa
22.12.2020
kl. 13:05
Fulltrúar frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands verða í dag, 22. desember, í Þjónustumiðstöðinni í Herðubreið á Seyðisfirði, til viðtals og ráðgjafar.
Lesa
21.12.2020
kl. 19:55
Enn er verið að rýna gögn er varða stöðugleika á svæðinu. Samkvæmt mati þykir rétt að halda rýmingu áfram óbreyttri til morguns.
Lesa
21.12.2020
kl. 14:29
Verið er að rýna gögn sem safnað hefur verið og varða meðal annars stöðugleika ofan við rýmd hús á Seyðisfirði. Vonir standa til að niðurstaða liggi fyrir síðar í dag. Ákvörðun verður í kjölfarið tekin um mögulega afléttingu rýmingar og þá hversu mikil hún verður. Óvissa er enn til staðar og kann því að vera að rýming verði óbreytt og staðan tekin að nýju í fyrramálið.
Lesa
21.12.2020
kl. 13:14
Enn er verið að kanna og meta stöðugleika ofan við rýmd hús á Seyðisfirði auk þess sem unnið er að lagfæringu innviða. Á meðan sú vinna er í gangi þykir ekki óhætt að aflétta frekari rýmingu. Mat á rýmingarþörf er hinsvegar stöðugt í gangi. Næstu tilkynninga er að vænta milli klukkan 14 og 15 í dag.
Lesa
21.12.2020
kl. 08:23
Með vísan til atburða á Seyðisfirði vekur aðgerðastjórn sérstaka áherslu á mikilvægi þess að við gætum í hvívetna að sóttvörnum á svæðinu öllu og ekki síst í kringum þá umferð og vinnu sem er á Seyðisfirði og á Egilsstöðum.
Lesa
20.12.2020
kl. 23:12
Fjöldahjálparstöðin í Egilsstaðaskóla verður opin frá kl. 8 mánudaginn 21. desember og verður opin til kl. 21.
Lesa
20.12.2020
kl. 14:48
Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi: Neyðarstig almannavarna fært niður í hættustig á Seyðisfirði – Aflétting rýmingar að hluta.
Lesa
20.12.2020
kl. 13:29
Haldinn á Facebook þann 21. desember 2020 klukkan 16:00.
Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála og gefa íbúum kost á að koma á framfæri fyrirspurnum sem veitt verða svör við á fundinum sé þess kostur. Fundurinn fer fram í gegnum Facebooksíðu Múlaþings https://www.facebook.com/mulathing
Hægt verður að leggja inn spurningar á fundinum en einnig má senda inn spurningar fyrir fundinn á netfangið mulathing@mulathing.is
Lesa
20.12.2020
kl. 12:53
Unnið er að frekari mælingum og athugunum á skriðusvæðum á Seyðisfirði. Jafnframt er verið er að kanna möguleikann á afléttingu rýmingar á hluta bæjarins.
Lesa