Fara í efni

Fréttir

Tilkynning frá aðgerðarstjórn Austurlands

Á Austurlandi eru nú 5 í einangrun og 9 í sóttkví. Ekki hafa greinst smit í fjórðungnum í rúmlega viku og munu því tölur yfir smitaða lækka töluvert á næstu dögum þar sem flestir klára sína einangrun. Það er mikið ánægjuefni að náðst hafi að takmarka útbreiðslu covid-19 eftir hópsmitið á Reyðarfirði og vill aðgerðastjórn þakka íbúum fyrir samstöðu og samstillt átak til að lágmarka smit.
Lesa

Teams fundur klukkan 16 Í DAG Í HERÐUBREIÐ

// ENGLISH // Haldinn verður teams fundur í bíósal Herðubreiðar í dag, þriðjudag, klukkan 16. Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands verða á fundinum í gegnum Teams og munu svara spurningum. Fundurinn er opinn öllum, en þeir íbúar sem voru látnir rýma heimili sín í gær eru sérstaklega hvattir til að mæta í Herðubreið.
Lesa

Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði

Í kjölfar mikillar úrkomu undanfarna daga fóru mælitæki Veðurstofunnar, sem vakta hlíðina ofan Seyðisfjarðar, að sýna að stór fleki í jaðri skriðusársins við Búðará væri kominn á hreyfingu.
Lesa

Sálrænn stuðningur

Sáluhjálp er fyrir alla sem telja sig þurfa og má meðal annars nálgast sem hér segir.
Lesa

Rýming á Seyðisfirði

// Alert phase in Seyðisfjörður due to the risk of landslides // // Stan alarmowy w Seyðisfjörður ze względu na ryzyko osuwisk // Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Austurlandi hefur ákveðið að lýsa yfir hættustigi almannavarna á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Frá því í gær hafa mælst hreyfingar á fleka sem liggur milli skriðusársins frá 2020 og Búðarár. Auk þess er spáð úrkomu á svæðinu þegar nær dregur helgi. Utan þess svæðis hafa hreyfingar ekki mælst.
Lesa

Sveitarfélagið Múlaþings eins árs í dag

Í dag er liðið eitt ár síðan Borgarfjarðarhreppur, Djúpavogshreppur, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaður sameinuðust í sveitarfélagið Múlaþing.
Lesa

Börn og foreldrar fá fræðslu um jákvæða líkamsímynd

Fimmtudaginn 7. október verður opin fræðsla fyrir foreldra um jákvæða líkamsímynd í gegnum Teams. Fundurinn verður klukkan 20.
Lesa

Íþróttavikan aldrei eins lífleg og í ár

Lesa

Skýrsla ráðgjafanefndar um færslu húsa á Seyðisfirði

Í kjölfar skriðufalla á Seyðisfirði í desember 2020 lagði Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings fram tillögu að ráðgjafanefnd yrði sett á laggirnar til þess að fjalla um færslu húsa utan Búðarár
Lesa

Tilkynning frá Aðgerðarstjórn á Austurlandi - covid 19

Engin ný smit hafa greinst á Austurlandi undanfarna tvo daga sem gefur tilefni til bjartsýni.
Lesa
Getum við bætt efni þessarar síðu?