01.03.2021
kl. 13:14
Múlaþing hefur ákveðið að greiða leigu út mars fyrir þá íbúa sem enn hafa ekki getað flutt á sín heimili.
Íbúar Seyðisfjarðarkaupstaðar eiga von á rýmingarskiltum sem Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vinnur að og gefa út. Skiltin verða send í öll hús innan Seyðisfjarðar í mars.
Lesa
01.03.2021
kl. 08:57
Stöðufundur var fyrir helgi með lögreglu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, fulltrúum Múlaþings, Veðurstofu og fleirum. Farið var yfir stöðu hreinsunarstarfs, vöktunarmæla, rýmingaráætlana og fleira.
Lesa
25.02.2021
kl. 11:48
Umsókn tekjulágra og elli- og örorkulífeyrisþega um afslátt af fasteignaskatti
Tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í Múlaþingi er veittur afsláttur af fasteignaskatti af samþykktu íbúðarhúsnæði, samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar ár hvert og reglum þessum, sbr. heimild í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Lesa
24.02.2021
kl. 08:58
Gott ástand er í samfélaginu, nær engin ný smit að greinast. Veiran er þó enn til staðar að mati okkar færustu sérfræðinga. Bólusetningar ganga vel og tilslakanir innanlands taka gildi í dag samkvæmt nýrri reglugerð.
Lesa
23.02.2021
kl. 11:08
Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir nú laus til umsóknar þrjú störf án staðsetningar. Um er að ræða tvö störf er snúa að stafrænni umbreytingu sveitarfélaga og starf forvarnarfulltrúa sveitarfélaga.
Lesa
23.02.2021
kl. 08:24
Skipulag vikunnar 22. - 26. febrúar varðandi hreinsun og bráðabirgðavarnir á Seyðisfirði.
Lesa
19.02.2021
kl. 08:32
Haldinn á Facebook þann 22. febrúar 2021 klukkan 17:00
Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála. Fundurinn fer fram í gegnum Facebooksíðu Múlaþings https://www.facebook.com/mulathing
Íbúar geta sent inn spurningar fyrir fundinn á netfangið mulathing@mulathing.is
Lesa
19.02.2021
kl. 08:26
Hreinsunarstarf:
Í undirbúningi er að koma fyrir nýjum veitustokk fyrir Búðará við Hafnargötu og sömuleiðis að koma fyrir ræsi undir Hafnargötu fyrir nýjan farveg frá varnargörðunum við slippsvæðið, þar er hönnun komin vel á veg og unnin í samstarfi við Vegagerðina. Í Botnahlíð er, eftir samtal við íbúa, einnig í undirbúningi að koma fyrir veituskurði og varnarkanti fyrir ystu húsin sem verður í líkingu við þær varnir sem þar hefur verið komið fyrir.
Lesa
17.02.2021
kl. 14:43
Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi:
Hættustigi aflýst á Seyðisfirði
Óvissutigi vegna ofanflóða á Austfjörðum aflýst
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands, hefur aflýst hættustigi á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Rýmingu hefur verið aflétt á þeim íbúðarhúsum sem voru rýmd í gær og íbúar geta því snúið heim.
Lesa
17.02.2021
kl. 09:36
Þau leiðu mistök í uppsetningu hjá Valitor urðu þess valdandi að innlestur á fasteignagjöldum frá Múlaþingi vegna febrúar og skuldfærast á kreditkort, fengu merkinguna “Gæludýr” á kortayfirlitum í stað “Fasteignagjöld” og er því miður ekki hægt að breyta fyrr en við næstu innsendingu vegna gjalddaga í mars.
Lesa