Fara í efni

Yfirlit frétta

Leiguíbúðir á Borgarfirði
17.02.21 Fréttir

Leiguíbúðir á Borgarfirði

Sveitarfélagið Múlaþing auglýsir til leigu íbúðarhúsnæði á Borgarfirði. Um er að ræða íbúðir í nýbyggðu parhúsunum Lækjarbrún og Lækjargrund. Í hvoru húsi eru tvær íbúðir, önnur tveggja herbergja 55,3 m2 og hin þriggja herbergja 68,4 m2. Leiga er áætluð 90.000 kr á mánuði í þeim minni og 110.000 kr á mánuði í þeim stærri. Orkunotkun er ekki innifalin í leiguverði. Í hvoru húsi er ein varmadæla og mun kyndikostnaður skiptast á milli íbúða eftir stærð.
Fjöldahjálparstöðin opin til 21.30
16.02.21 Fréttir

Fjöldahjálparstöðin opin til 21.30

Fjöldahjálparstöðin í Herðubreið verður opin til klukkan 21.30 í kvöld.
Ljósmynd Elena Pétursdóttir
16.02.21 Fréttir

Rýming á Seyðisfirði - hættustig

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi: Rýming á Seyðisfirði í varúðarskyni vegna hættu á skriðuföllum. Hættustigi lýst yfir á Seyðisfirði. Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands, lýsir yfir hættustigi á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Ákveðið hefur verið að rýma neðangreind svæði á Seyðisfirði vegna áframhaldandi úrkomuspár. Rýmingu skal lokið í kvöld kl. 19:00.
Ljósmynd Ingólfur Haraldsson.
15.02.21 Fréttir

Hreinsun í bænum og bráðabirgða varnir

Hreinsunarstarf gengur vel. Sökum úrkomu sem var um helgina verður ekki unnið við varnargarða í dag, mánudag, og á morgun. Tækin sem verið er að nota eru stór og þung og því vinnst illa undan þeim á meðan jarðvegurinn er svona blautur. Þá liggur vinna við keyrslu úr dammi við Búðará og við Slippinn einnig niðri af sömu ástæðu. Áframhald verður á neðangreindum verkefnum er líður á vikuna.
Fáðu þér G-vítamín!
15.02.21 Fréttir

Fáðu þér G-vítamín!

Aukaskammtur G-vítamíns miðvikudaginn 17. febrúar: Frítt í sund um allt land! Miðvikudaginn 17. febrúar bjóða sveitarfélög um allt land frítt í sund sem aukaskammt af G-vítamíni dagsins sem er „Hreyfðu þig daglega“. Að fara í sund, taka 100 metrana eða bara láta þreytuna líða úr sér í pottinum er G-vítamín í sinni tærustu mynd!
Ljósmynd Ómar Bogason.
15.02.21 Fréttir

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga

Haldinn á facebook þann 15. febrúar 2021 klukkan 17:00. Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála. Fundurinn fer fram í gegnum Facebooksíðu Múlaþings Íbúar geta sent inn spurningar fyrir fundinn á netfangið mulathing@mulathing.is
Ljósmynd fengin af vef lögreglunnar.
14.02.21 Fréttir

Áfram óvissustig vegna ofanflóða

Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjóranum á Austurlandi og Veðurstofu Íslands: Óvissustig vegna ofanflóða á Austurlandi Veðurspá lítur betur út fyrir Seyðisfjörð en hún gerði í gær. Munurinn er þó ekki mikill og vel er fylgst með áfram. Mesta úrkoma hingað til hefur mælst á Fáskrúðsfirði, rúmir 25 mm í nótt, rúmlega 20 mm á Eskifirði og í Neskaupstað og um 17 mm á Seyðisfirði en minni úrkoma mælist á nýja úrkomumælinum í Botnum. Á öllum stöðum eru snjóathugunarmenn að störfum. Fylgst er með gögnum úr GPS mælum, alstöð og vatnshæðarmælum á Seyðisfirði ásamt veður og snjómælum.
Ljósmund Ingólfur Haraldsson.
12.02.21 Fréttir

Búið er að móta varnargarða ofan við Tækniminjasafnið og Slippinn

Veðurspá og aðstæður um helgina: Spáð er hlýnandi veðri um helgina með talsverðri rigningu, einkum sunnan- og suðaustanlands, en einnig á Austfjörðum á sunnudag. Á Austfjörðum er töluverður snjór til fjalla sem mun blotna og fylgjast þarf með hættu á bæði votum snjóflóðum og skriðuföllum. Af þessum sökum verður aukin ofanflóðavöktun um helgina og fylgst með því hvernig aðstæður þróast á Seyðisfirði. Metið verður um helgina hvort grípa þurfi til rýmingar eða annarra ráðstafana. Tilkynning vegna þessar verður á þessum vettvangi sendur út í dag milli klukkan 13 og 16.
Öskudagurinn á tímum Covid
11.02.21 Fréttir

Öskudagurinn á tímum Covid

Eftir fund aðgerðastjórnar almannavarna á Austurlandi þriðjudaginn 9. febrúar var eftirfarandi tilkynning gefin út um Öskudaginn: Öskudagurinn 17. febrúar nálgast og eðlilega eru miklar væntingar barna honum tengdar. Sóttvarnayfirvöld eru meðvituð og hvetja til þess sem þau kalla Öðruvísi öskudag og má lesa um á Covid.is
10.02.21 Fréttir

Sveitarstjórnarfundur í beinni útsendingu

8. Sveitarstjórnarfundur sveitarstjórnar Múlaþings
Getum við bætt efni þessarar síðu?