Fara í efni

Fréttir

Hjálpumst að í umferðinni

Yfir vetrartímann, þegar er dimmt, gjarnan mikill snjór og hálka, er bráðnauðsynlegt að við hjálpumst öll að í umferðinni. Skyggni er gjarnan slæmt, háir skaflar og veggir hafa myndast víða og aðstæður verða þannig að ekki er alltaf hægt að stöðva ökutæki á augabragði eða bregðast hratt við. Eins eru gangstéttar ekki alltaf ruddar um leið og göturnar, sem kallar á aukinn fjölda gangandi vegfaranda á götunum.
Lesa

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. í Berufirði

Um er ræða breytingu á grein 1.2 sem snýr að heimild til notkunar á frjóum laxi. Breytingin á notkun á frjóum laxi er í samræmi við endurskoðað mat Hafrannsóknarstofnunar á erfðablöndun. Einnig eru gerðar breytingar og uppfærslur á leyfinu til samræmis við nýjustu leyfi sem gefin eru út af stofnuninni. Allar breytingar eru skilgreindar með hornklofa í leyfistillögunni.
Lesa

Vinna við frágang varnargarða langt komin

Stöðufundur var í fyrradag með lögreglu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, fulltrúum Múlaþings, Veðurstofu og fleirum. Farið var yfir stöðu hreinsunarstarfs og varnargarða, rýmingaráætlana, vöktunarmæla og fleira. Hreinsunarstarf er sem fyrr í ágætum farvegi og vinna við frágang varnargarða langt komin. Unnið er að stækkun á þró í Búðará og vinna við garða við Slippinn stendur yfir. Áætlun um hreinsunarstarf og verkefni fer nú inn á heimasíðu Múlaþings í upphafi hverrar viku til kynningar. Hún mun einnig aðgengileg í þjónustumiðstöðinni í Herðubreið.
Lesa

Forsetahjónin heimsækja Seyðisfjörð

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú komu til Egilsstaða í gær, fimmtudaginn 4. febrúar, og heimsækja Seyðisfjörð á dag, föstudaginn 5. febrúar. Á Egilsstöðum hittu forsetahjón fulltrúa þeirra fjölmörgu sem unnu í fjöldahjálparstöðinni í Egilsstaðaskóla sem komið var á laggir í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði þegar fjölmargir íbúar þurftu að yfirgefa heimili sín.
Lesa

Samstarfssamningur milli Múlaþings og Körfuknattleiksdeildar Hattar

Í gær, 3. febrúar, var undirritaður samstarfssamningur milli Múlaþings og körfuknattleiksdeild Hattar í Íþróttamiðstöðinni Egilsstöðum. Samninginn undirrituðu Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings og Ásthildur Jónasdóttir formaður körfuknattleiksdeildar Hattar. Múlaþing er þar með einn aðal styrktaraðili Körfuknattleiksdeildar Hattar og gerir félaginu kleift að viðhalda sínu öflugu starfi í öllum aldursflokkum. Samkvæmt samningi skuldbindur körfuknattleiksdeildin sig til að halda merki Múlaþings á lofti þar sem það á við, standa fyrir kynningar- og forvarnarverkefnum á vegum Múlaþings líkt og farandþjálfun á Djúpavog og Seyðisfjörð og einsetur sér að leikmenn meistaraflokks kvenna og karla séu til fyrirmyndar innan vallar sem utan.
Lesa

Skoðunaráætlun eldvarnaeftirlits Múlaþings fyrir árið 2021

Meðfylgjandi er skoðunaráætlun eldvarnaeftirlits fyrir sveitarfélagið Múlaþing árið 2021. Eigendur og / eða forráðamenn þeirra bygginga sem eru á listanum mega búast við því að fá skoðunarmann í heimsókn á árinu. Eldvarnaeftirlit er mikilvægur þáttur í forvörnum og tækifæri fyrir fasteignaeigendur til að fá staðfestingu á því að öryggisþættir, sem snúa að brunamálum, séu í góðu lagi.
Lesa

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa skv. ákvæðum reglugerðar nr. 728/2020 og breytingum á reglugerð nr. 52/2021 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021. Auglýst er eftir umsóknum fyrir: Sandgerði, Borgarfjörð Eystri, Seyðisfjörð og Djúpivog.
Lesa

Hafnarhús Borgarfjarðar eystra tilnefnt til Mies van der Rohe verðlaunanna

Nýtt Hafnarhús á Borgarfirði eystra er tilnefnt til hinna mikilsvirtu Mies van der Rohe verðlauna Evrópusambandsins 2022. Um er að ræða ein virtustu verðlaun á sviði byggingarlistar sem hægt er að hljóta og eru þau veitt fyrir byggingarlist sem sýnir fram á einstakt félagslegt, menningarlegt og tæknilegt samspil. Á lista tilnefninga er Hafnarhúsið í hópi margra öflugra verkefna en listinn var opinberaður í gær 3. febrúar.
Lesa

Álagning og innheimta fasteignagjalda hjá Múlaþingi fyrir árið 2021

Álagningu fasteignagjalda í Múlaþingi verður lokið í vikunni og stefnt er að því að kröfur vegna 1. gjalddaga birtist í heimabanka eigi seinna en 5. febrúar. Gjalddagar fasteignagjalda árið 2021 verða 9. Fyrsti gjalddagi er nú í byrjun febrúar og sá síðasti 1. október. Eindagi hverrar greiðslu er síðasti virki dagur viðkomandi mánaðar. Ef heildarupphæð gjalda á viðkomandi eign er undir 25.000 kr. innheimtist allt gjaldið á 1. gjalddaga.
Lesa

Hreinsunarstarf og munahreinsun

Verkefnaáætlun 1.-5. febrúar 2021.
Lesa
Getum við bætt efni þessarar síðu?