01.07.2021
kl. 14:27
Hafin er vinna við fornleifarannsókn á Seyðisfirði á svæði sem kemur til með að hverfa undir varnargarða í tengslum við ofanflóðavarnir. Það er fyrirtækið Antikva ehf. sem sér um framkvæmd verkefnisins en áætlað er að verkið taki 2 ár.
Lesa
01.07.2021
kl. 14:26
Mælar hafa ekki gefið vísbendingar um umfangsmiklar hreyfingar og vatnshæð í borholum hefur ekki aukist mikið almennt. Að svo stöddu er því ekki talin hætta í byggð en fólki ráðið frá að vera á ferðinni innst við farveg Búðarár. Áfram verður fylgst með aðstæðum af hálfu Veðurstofu.
Lesa
30.06.2021
kl. 14:25
Föstudaginn 2. júlí klukkan 15:00 mun umhverfis- og auðlindaráðherra undirrita friðlýsingu jarðanna Hrafnabjarga, hluta Sandbrekku, Unaóss og Heyskála á Úthéraði.
Lesa
30.06.2021
kl. 14:25
Fyrir fundi sveitarstjórnar þann, 18. maí 2021, var samþykkt að sumarleyfi sveitarstjórnar verði frá fundi þess 9. júní 2021 og til og með 6. ágúst 2021. Byggðaráð mun fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma, sbr. 32. gr. samþykkta um stjórn Múlaþings. Fyrsti fundur sveitarstjórnar að afloknu sumarleyfi verður haldinn 18. ágúst.
Lesa
30.06.2021
kl. 14:24
Á fundi sveitarstjórnar Múlaþings þann 12. maí var samþykkt að sumarlokun skrifstofa sveitarfélagsins á Borgarfirði, Seyðisfirði og Djúpavogi verði frá og með 1. júlí og til og með 30. júlí.
Skrifstofan á Egilsstöðum verður lokuð frá og með 19. júlí og til og með 30. júlí.
Lesa
30.06.2021
kl. 14:24
Bókaðar eru 97 skemmtiferðaskipakomur til hafna Múlaþings í sumar. Fyrsta skip sumarsins kom til Seyðisfjarðarhafnar í dag, er það skipið Viking Sky sem getur tekið allt að 930 farþega. Allir eru bólusettir um borð og sóttvarnir virtar í hvívetna.
Lesa
30.06.2021
kl. 14:23
Nýlega greind smit minna okkur á að við höldum okkur heima ef kvef eða pestareinkenna verður vart. Leitum þá ráðgjafar í heilsugæslunni um sýnatöku líkt og áður. Gerum þetta saman.
Lesa
29.06.2021
kl. 14:22
Múlaþing vekur athygli á því að vegna mikilla vatnavaxta er hættulegt að stökkva í Eyvindará næstu daga. Ekki stökkva í ána.
Lesa
25.06.2021
kl. 14:21
Þórunni Hrund er óskað innilega til hamingju með starfið með óskum um farsælt skólastarf á Seyðisfirði.
Lesa
25.06.2021
kl. 14:20
Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings hefur falið skipulagsfulltrúa að auglýsa fyrirhugaða framkvæmd við uppsetningu á minnisvarða um Hans Jónatan á Kallabakka á Djúpavogi, í samræmi við ákvæði 4. mgr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð.
Lesa