Snorrasjóður auglýsir eftir umsóknum

Styrktarsjóður Snorra Gíslasonar frá Papey auglýsir eftir umsóknum um námsstyrk. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er markmið hans „að styrkja ungt fólk úr gamla Djúpavogshreppi til náms. Styrkir skulu veittir nemum á aldrinum 18 – 25 ára með búsetu í gamla Djúpavogshreppi til náms á framhaldsskólastigi. Sérstaklega skal horft til náms sem getur mögulega komið samfélaginu í gamla Djúpavogshreppi til góða“. Tekið er á móti umsóknum bæði fyrir staðnám og fjarnám.