Fara í efni

Yfirlit frétta

Afkomendur Hans Jónatans eru um 1000 manns.
10.07.21 Fréttir

Frelsi afhjúpað í dag!

Listaverk Sigurðar Guðmundssonar á Djúpavogi
Mynd frá LungA 2017.
09.07.21 Fréttir

Vertu velkomin á LungA 2021!

Dagana 14. – 17. júlí 2021 verður LungA, listahátíð ungs fólks á Austfjörðum, haldin hátíðlega, en nú með breyttu sniði. Boðið verður upp á þrjár vinnusmiðjur yfir þrjá daga, en smiðjur LungA 2021 verða sex talsins: fjórar þriggja daga listasmiðjur, ein barnasmiðja og ein netsmiðja. Listasmiðjurnar enda svo á tónleikakvöldi og partýi laugardaginn 17. júlí frá klukkan 21:00 - klukkan 03:30 á Seyðisfirði.
Reddingakaffi
09.07.21 Fréttir

Reddingakaffi

Kynningin á Seyðisfirði verður í Herðubreið þann 11. júlí klukkan 14:00 og á Egilsstöðum þann 13. júlí klukkan 14:00 í Ný-ung.
Tillaga að breyttu skipulagi
08.07.21 Fréttir

Breyting á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar, Vesturvegur 4

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum þann 9.júní 2021 að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010-2030. Breytingin er auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur í sér breytingu á landnotkun á lóð Vesturvegar 4, úr íbúðarsvæði með hverfisvernd yfir í blandaða landnotkun íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu með hverfisvernd.
Samvera fjölskyldunnar ein besta forvörnin
08.07.21 Fréttir

Samvera fjölskyldunnar ein besta forvörnin

Gagnlegt er að rifja upp útivistarreglur samkvæmt barnaverndarlögum en á sumrin mega 12 ára og yngri ekki vera úti eftir klukkan 22 og 13-16 börn ekki eftir klukkan 24. Njótum sumarsins í Múlaþingi saman.
Forstöðuaðili félagsmiðstöðvar á Seyðisfirði
08.07.21 Fréttir

Forstöðuaðili félagsmiðstöðvar á Seyðisfirði

Fjölskyldusvið Múlaþings auglýsir starf forstöðuaðila félagsmiðstöðvarinnar Lindarinnar á Seyðisfirði. Um er að ræða 100% starf sem ráðið er í frá ágúst 2021. Forstöðuaðili Lindarinnar sér um skipulagningu og framkvæmd félagsmiðstöðvastarfs á Seyðisfirði fyrir börn og ungmenni á aldrinum 10-16 ára. Viðkomandi vinnur í teymi með öðru starfsfólki á sviði íþrótta- og æskulýðsmála og tekur þátt í stefnumótun í félagsmiðstöðvamálum sveitarfélagsins Múlaþings.
Garðyrkjustjóri Múlaþings
06.07.21 Fréttir

Garðyrkjustjóri Múlaþings

Umhverfis- og framkvæmdasvið Múlaþings óskar eftir að ráða garðyrkjustjóra til starfa hjá sveitarfélaginu. Garðyrkjustjórinn sér meðal annars um að sinna öllum gróðri í almenningsgörðum, á opnum svæðum og stofnanalóðum sveitarfélagsins ásamt því að hafa yfirumsjón með vinnuskóla Múlaþings. Um fullt starf er að ræða.
Mikið við að vera fyrir börn í sumar
06.07.21 Fréttir

Mikið við að vera fyrir börn í sumar

Í Múlaþingi er margt um að vera í sumar fyrir yngri íbúa sveitarfélagsins. Til að mynda ýmis námskeið ætluð börnum og ungmennum auk sérstakra viðburða og vinnusmiðja fyrir þennan hóp.
Djúpavogsskóli.
06.07.21 Fréttir

Laus störf í Djúpavogsskóla

Djúpavogsskóli er samrekinn grunn- og tónlistarskóli sem óskar annars vegar eftir umsjónarmanni yfir lengdri viðveru og hins vegar stuðningsfulltrúa á unglingastigi. Um hlutastörf er að ræða en möguleiki er á að sameina störfin í heilt stöðugildi.
Hugmyndasamkeppni hafin
06.07.21 Fréttir

Hugmyndasamkeppni hafin

Markmið samkeppninnar er að auka útsýnis- og náttúruupplifun svæðisins ásamt því að tryggja öryggi gesta á svæðinu. Ekki síður er markmiðið að gera svæðið að eftirsóknarverðum ferðamannastað á Austurlandi, enda svæðið talinn líklegur segull ferðamanna í Áfangastaðaáætlun Austurlands og uppbygging þar því mikilvæg. Verkefnið fékk styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?