Fara í efni

Fréttir

Karabíski þrællinn sem varð verslunarstjóri á Djúpavogi

Listaverkið Frelsi verður afhjúpað næstu helgi við Löngubúð
Lesa

Vinnuskóli Múlaþings tekinn til starfa

Fyrstu nemendurnir í Vinnuskóla Múlaþings hófu störf 9. júní síðastliðinn. Starfstöðvar vinnuskólans í sumar verða þrjár, á Djúpavogi, Egilsstöðum/Fellabæ og Seyðisfirði en í sumar verða engir nemendur í Vinnuskóla Múlaþings á Borgarfirði.
Lesa

Útilistaverkið Frelsi afhjúpað

Opnunarathöfn sýningar Sigurðar Guðmundssonar fer fram á Djúpavogi laugardaginn 10. júlí. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhjúpar útilistaverkið Frelsi við Löngubúð klukkan 14:30 og ávarpar gesti í Bræðslunni klukkan 15:00.
Lesa

Starfsmaður óskast á Djúpavogi

Leitað er eftir starfsmanni til að taka á móti gestum og vakta sumarsýningu sem stendur yfir í Bræðslunni á Djúpavogi. Sýningin opnar 10. júlí og stendur til 15. ágúst. Starfið felur í sér yfirsetu og viðveru á opnunartíma og almenna gæslu og umsjón sýningar, móttöku gesta og sölu á sýningarskrá.
Lesa

Stór fornleifarannsókn vegna ofanflóðavarna í Seyðisfirði

Hafin er vinna við fornleifarannsókn á Seyðisfirði á svæði sem kemur til með að hverfa undir varnargarða í tengslum við ofanflóðavarnir. Það er fyrirtækið Antikva ehf. sem sér um framkvæmd verkefnisins en áætlað er að verkið taki 2 ár.
Lesa

Leysingar á Austurlandi – Búðará á Seyðisfirði mórauð

Mælar hafa ekki gefið vísbendingar um umfangsmiklar hreyfingar og vatnshæð í borholum hefur ekki aukist mikið almennt. Að svo stöddu er því ekki talin hætta í byggð en fólki ráðið frá að vera á ferðinni innst við farveg Búðarár. Áfram verður fylgst með aðstæðum af hálfu Veðurstofu.
Lesa

Friðlýsing verndarsvæðis norðan Dyrfjalla

Föstudaginn 2. júlí klukkan 15:00 mun umhverfis- og auðlindaráðherra undirrita friðlýsingu jarðanna Hrafnabjarga, hluta Sandbrekku, Unaóss og Heyskála á Úthéraði.
Lesa

Sumarleyfi sveitarstjórnar og lokun bæjarskrifstofa Múlaþings

Fyrir fundi sveitarstjórnar þann, 18. maí 2021, var samþykkt að sumarleyfi sveitarstjórnar verði frá fundi þess 9. júní 2021 og til og með 6. ágúst 2021. Byggðaráð mun fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma, sbr. 32. gr. samþykkta um stjórn Múlaþings. Fyrsti fundur sveitarstjórnar að afloknu sumarleyfi verður haldinn 18. ágúst.
Lesa

Skrifstofur lokaðar vegna sumarfría

Á fundi sveitarstjórnar Múlaþings þann 12. maí var samþykkt að sumarlokun skrifstofa sveitarfélagsins á Borgarfirði, Seyðisfirði og Djúpavogi verði frá og með 1. júlí og til og með 30. júlí. Skrifstofan á Egilsstöðum verður lokuð frá og með 19. júlí og til og með 30. júlí.
Lesa

Skemmtiferðaskipakomur til hafna Múlaþings

Bókaðar eru 97 skemmtiferðaskipakomur til hafna Múlaþings í sumar. Fyrsta skip sumarsins kom til Seyðisfjarðarhafnar í dag, er það skipið Viking Sky sem getur tekið allt að 930 farþega. Allir eru bólusettir um borð og sóttvarnir virtar í hvívetna.
Lesa
Getum við bætt efni þessarar síðu?