Fara í efni

Fréttir

Sumarfrístund á Egilsstöðum 2021

Í sumar verður boðið upp á Sumarfrístund á Egilsstöðum líkt og síðustu sumur. Starfið skiptist í tvö tímabil, fyrra tímabil er frá 9. júní til 14. júlí og seinna tímabil 4. – 17. ágúst.
Lesa

Sumarstörf námsmanna sumarið 2021

Múlaþing óskar eftir námsfólki í ýmis fjölbreytt og spennandi sumarstörf vegna átaks ríkisstjórnar Íslands um að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Vinnumálastofnun mun stýra átakinu sem efnt er til í samvinnu við stofnanir ríkisins, félagasamtök og sveitarfélög.
Lesa

Matvælastofnun biður um tilkynningar um dauða villta fugla

Matvælastofnun vekur athygli á að stofnunin óskar eftir tilkynningum ef villtir dauðir fuglar finnast, nema augljóst sé að þeir hafi drepist af slysförum. Tilgangurinn er að skima þá fyrir fuglaflensu og fylgjast þannig með mögulegri útbreiðslu hennar meðal farfugla hérlendis.
Lesa

Vannst þú í Sláturhúsinu?

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs auglýsir eftir fólki sem vann í Sláturhúsinu þegar það var starfrækt sem sláturhús og kjötvinnsla á árunum 1958 -2003 vegna myndlistarverkefnis. Auglýst er eftir öllum sem hafa áhuga á að deila frásögnum af Sláturhúsinu, hvort sem það vann þar í stuttan eða langan tíma.
Lesa

Ársreikningur Múlaþings fyrir árið 2020

Ársreikningur Múlaþings fyrir árið 2020 lagður fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn Múlaþings þann 28. apríl 2021 samþykktur og áritaður af byggðaráði og sveitarstjóra. Samkvæmt sveitarstjórnalögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og er áætlað að síðari umræða fari fram miðvikudaginn 12. maí 2021. Sveitarfélagið Múlaþing varð til þann 1. október 2020 með sameiningu sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Djúpavogshrepps og Borgarfjarðarhrepps.
Lesa

Auglýsing um útboð á rekstri tjaldsvæðis á Borgarfirði Eystra og á Seyðisfirði

Múlaþing auglýsir til leigu aðstöðu og rekstur á annars vegar tjaldsvæðinu á Borgarfirði Eystra og hins vegar á Seyðisfirði til ársloka 2021, með möguleika á framlengingu. Einum og sama aðilanum er heimilt að bjóða í leigu á aðstöðu og rekstur beggja tjaldsvæða. Gert er ráð fyrir að leigutaki taki við aðstöðunni og sjái um allan daglegan rekstur svæðisins, innheimtu afnotagjalda og umhirðu, ásamt markaðssetningu þess.
Lesa

Gleðilegt sumar

Múlaþing óskar starfsfólki sínu, íbúum sveitarfélagsins og landsmönnum öllum gleðilegs sumars og þakkar kærlega fyrir samstarfið á viðburðaríkum vetri sem er að líða.
Lesa

Skipulag í auglýsingu

Mikið er um að vera á umhverfis- og framkvæmdasviði Múlaþings um þessar mundir og vill skipulagsfulltrúi vekja athygli á þeim fjölmörgum skipulagsverkefnum sem eru í kynningar- og auglýsingarferli. Íbúar eru hvattir til að kynna sér málið og koma á framfæri athugasemdum ef einhverjar eru.
Lesa

Tilkynning frá Bókasafni Djúpavogs

Bókasafn Djúpavogs verður opið í dag, miðvikudaginn 21.apríl frá klukkan 15:00 – 17:00. Bókasafnsvörður.
Lesa

Enginn er með virkt COVID smit á Austurlandi

Aðgerðastjórn bendir á mikilvægi þess að við gætum hvert og eitt að okkar persónubundnum smitvörnum og gefum þar hvergi eftir, jafnvel þó ástandið í fjórðungnum þyki gott. Blikur eru á lofti þegar litið er til smita um landamæri. Stjórnvöld hafa því boðað hertar reglur gagnvart þeim sem koma til landsins með það að markmiði að stemma stigu við fjölgun smita. Það mun takast.
Lesa
Getum við bætt efni þessarar síðu?