Fara í efni

Fréttir

Hugmyndarík ungmenni fengu kynningu á styrkjum

„Svo margir möguleikar í boði“ „Það sem heillaði mig mest af því sem kynnt fyrir okkur var sennilega hvað þau eru að styrkja mikið af utanlandsferðum fyrir ungmenni,“ sagði Guðrún Lára Einarsdóttir, varaformaður Ungmennaráðs Múlaþings, eftir fundinn.
Lesa

Stöðufundur vegna Seyðisfjarðar, hreinsunarstarf og fleira

Stöðufundur var í gær, fimmtudag, með lögreglu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, fulltrúum Múlaþings, Veðurstofu, fulltrúa heimastjórnar á Seyðisfirði og fleirum. Farið var að venju yfir gang hreinsunarstarfs, bráðabirgðahættumat og líkanreikninga, vöktunarmæla, rýmingarkort og fleira.
Lesa

Ertu búinn að sækja um íþrótta- og tómstundastyrk?

Nú fer hver að verða síðastur til að sækja um styrki til íþrótta- og tómstundastarfs með umsóknarfrest til og með 15. mars 2021. Múlaþing veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til íþrótta- og tómstundatengdra verkefna. Umsækjendur um styrk verða að tengjast Múlaþingi með búsetu, eða með því að viðburðurinn fari fram í Múlaþingi eða feli í sér kynningu á íþrótta- og tómstundastarfi í Múlaþingi. Afgreiðsla styrkumsókna mun liggja fyrir í apríl 2021. Styrkir eru einungis greiddir út á því ári sem þeir eru veittir og færast ekki á milli ára nema sérstaklega sé um það samið.
Lesa

Samkomulag um 215 milljónir króna til uppbyggingar atvinnulífs á Seyðisfirði

Markmið verkefnisins er að aðstoða við að leiða til lykta þau stóru óvissumál sem við blasa og jafnframt að bjóða einyrkjum og minni fyrirtækjum uppá rekstrarráðgjöf og styðja við nýsköpun og þróun atvinnutækifæra á Seyðisfirði. Lögð er áhersla á að virkja frumkvæði íbúa og annarra haghafa sem tengjast byggðarlaginu. Meðal annars og ekki síst er verkefninu ætlað að hvetja íbúa og fyrirtæki til að nýta sér kosti þess stoðkerfis sem rekið er af hálfu ríkis og sveitarfélaga.
Lesa

Hópfjármögnun Tækniminjasafns Austurlands á Karolina fund eftir aurskriðuna stóru á Seyðisfirði 18. desember 2020

Eyðileggingin sem safnið stendur frammi fyrir er gríðarleg. Skriðan gjöreyðilagði þrjú húsa þess auk þess sem aðrar fasteignir og safnasvæðið sjálft urðu fyrir umtalsverðum skemmdum og með öllu óvíst hvort að hægt verði að nýta það áfram undir safnastarf. Þá varð stór hluti safnkostsins, hjarta og undirstaða hvers safns, fyrir skriðunni.
Lesa

Trjágróður á lóðamörkum

Nokkuð er um að gróður á lóðum í sveitarfélaginu vaxi út fyrir lóðamörk og hindri þar umferð, skyggi á umferðar­merki, byrgi götulýsingu eða sé vegfarendum og nágrönnum á annan hátt til ama. Íbúar Múlaþings eru hvattir til að halda gróðri á lóðum sínum innan lóðamarka og gæta þess sérstaklega að hann hamli ekki umferð eða trufli nágranna á annan hátt.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi vegna Covid

Í tilkynningu frá fundi aðgerðastjórnar almannavarna, sem haldinn var í gær, kemur fram að ekkert virkt COVID smit er greint á Austurlandi. Þar segir einnig: „Ný smit sem greinst hafa á landinu sýna að við erum enn ekki komin fyrir vind. Aðgerðastjórn hvetur því alla til að gefa hvergi eftir í sínum persónubundnu smitvörnum, muna tveggja metra regluna, grímunotkun þar sem hún er skylda og að gleyma ekki handþvotti og sprittnotkun.
Lesa

9. fundur Sveitarstjórnar Múlaþings - dagskrá

Sveitarstjórn Múlaþings - 9 Fundur Sveitarstjórnar Múlaþings verður haldinn á Hótel Framtíð, Djúpavogi, 10. mars 2021 og hefst kl. 14:00 Hægt er að fylgjast með fundinum á Youtube rás sveitarfélagsins
Lesa

Stöðufundur vegna Seyðisfjarðar, hreinsunarstarf og fleira

Stöðufundur var í gærmorgun með lögreglu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, fulltrúum Múlaþings, Veðurstofu, fulltrúa heimastjórnar á Seyðisfirði og fleirum. Farið var yfir gang hreinsunarstarfs meðal annars, bráðabirgðahættumat, líkanreikninga, vöktunarmæla og rýmingarkort.
Lesa

Tilkynningar frá Múlaþingi vegna Seyðisfjarðar

Múlaþing hefur ákveðið að greiða leigu út mars fyrir þá íbúa sem enn hafa ekki getað flutt á sín heimili. Íbúar Seyðisfjarðarkaupstaðar eiga von á rýmingarskiltum sem Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vinnur að og gefa út. Skiltin verða send í öll hús innan Seyðisfjarðar í mars.
Lesa
Getum við bætt efni þessarar síðu?