Fara í efni

Yfirlit frétta

Sveitarstjórnarfundi seinkar
10.02.21 Fréttir

Sveitarstjórnarfundi seinkar

Af óviðráðanlegum orsökum seinkar útsendingi á áttunda sveitarstjórnarfundi Múlaþings um 10 mínútur í dag miðvikudaginn 10. febrúar. 
Félagsheimilið Herðubreið Seyðisfirði.
10.02.21 Fréttir

Sveitarstjórnarfundur í beinni útsendingu

Áttundi fundur Sveitarstjórnar Múlaþings verður haldinn í Herðubreið, Seyðisfirði, 10. febrúar 2021 og hefst kl. 14:00. Fundinum verður streymt í beinni útsendingu.
Ljósmynd frá List í ljósi 2017
09.02.21 Fréttir

List í ljósi 2021 - dagskrá

Vakin er athygli á því að dagskrá er komin fyrir List í ljósi, sem fram fer á Seyðisfirði dagana 12. - 14. febrúar næst komandi. 
Fáðu þér G-Vítamín!
09.02.21 Fréttir

Fáðu þér G-Vítamín!

Frítt inn á valin söfn í samstarfi við sveitarfélög um land allt miðvikudaginn 10.febrúar. Geðhjálp stendur fyrir átakinu G-Vítamín á þorra þar sem verndandi þáttum geðheilsu er gefinn gaumur. Alla daga þorrans er bent á eina aðgerð á dag sem nota má sem G-vítamín.
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn
09.02.21 Fréttir

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Í tilefni dagsins er hægt að mæla með því að foreldrar og börn kíki á vefsíðu SAFT, þar sem hægt er að finna ýmsan fróðleik varðandi örugga netnotkun. Meðal annars má þar finna glænýjan bækling sem nefnist Ung börn og snjalltæki, en honum verður einnig dreift í alla leikskóla landsins nú í febrúar.
Ljósmynd Ingólfur Haraldsson.
08.02.21 Fréttir

Hreinsunarstarf og munahreinsun

Verkefnaáætlun 8.-12. febrúar 2021.
08.02.21 Fréttir

Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga

Bein Útsending hér. Haldinn á Facebook þann 8. febrúar 2021 klukkan 17:00 Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála.
Bréf til foreldra vegna kynferðisglæpa á netinu
08.02.21 Fréttir

Bréf til foreldra vegna kynferðisglæpa á netinu

Borið hefur á því hérlendis að börn á grunnskólaaldri fái skilaboð frá glæpamönnum sem bjóðast til að greiða þeim peninga fyrir kynferðislegar ljósmyndir. Samskiptin fara fram á samfélagsmiðlum eins og Snapchat, Instagram og Tik Tok og Telegram. Greiðslur fara fram í gegnum öpp eins og Aur og Kass og eru börnum boðnar á bilinu 5-10.000 kr. fyrir myndina. Upphæðin ræðst af því hvað sést á myndinni og hversu skýr hún er. Nokkur slík mál eru nú til skoðunar hjá lögreglu.
Fundur sveitarstjórnar í beinni útsendingu
08.02.21 Fréttir

Fundur sveitarstjórnar í beinni útsendingu

Áttundi fundur Sveitarstjórnar Múlaþings verður haldinn í Herðubreið, Seyðisfirði, 10. febrúar 2021 og hefst kl. 14:00
Mynd úr myndasafni.
05.02.21 Fréttir

Hjálpumst að í umferðinni

Yfir vetrartímann, þegar er dimmt, gjarnan mikill snjór og hálka, er bráðnauðsynlegt að við hjálpumst öll að í umferðinni. Skyggni er gjarnan slæmt, háir skaflar og veggir hafa myndast víða og aðstæður verða þannig að ekki er alltaf hægt að stöðva ökutæki á augabragði eða bregðast hratt við. Eins eru gangstéttar ekki alltaf ruddar um leið og göturnar, sem kallar á aukinn fjölda gangandi vegfaranda á götunum.
Getum við bætt efni þessarar síðu?