Fara í efni

Yfirlit frétta

Kristján Ingimarsson formaður stjórnar Snorrasjóðs afhenti styrkinn.
31.01.22 Fréttir

Snorrasjóður - úthlutun

Síðast liðinn föstudag fór fram úthlutun úr Snorrasjóði og er þetta í þriðja sinn sem styrkur er veittur úr sjóðnum. Snorrasjóður var stofnaður árið 2019 að frumkvæði Gunnþóru Gísladóttur frá Papey til minningar um Snorra Gíslason bróður hennar og tilgangur sjóðsins er að styrkja ungt fólk úr Djúpavogshreppi til náms. Úr sjóðnum eru veittar 500.000 kr. einum nemanda einu sinni á ári. Að þessu sinni var það Guðjón Rafn Steinsson sem hlaut námsstyrkinn en hann stundar nám í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.
Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi - covid 19
28.01.22 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi - covid 19

Stjórnin hvetur því til þess að við förum hægt um gleðinnar dyr sem smátt og smátt eru að opnast, gætum áfram að eigin persónubundnu sóttvörnum og förum ofurvarlega um svæði þar sem við erum veikust fyrir, á sjúkrastofnunum og gagnvart þeim sem þar dvelja og starfa.
Hringrásarhagkerfið kynnt
28.01.22 Fréttir

Hringrásarhagkerfið kynnt

Austurbrú hefur látið gera myndband þar sem hringrásarhagkerfið er kynnt með einföldum og aðgengilegum máta. Um er að ræða fjögurra mínútna myndband þar sem hugtakið „hringrásarhagkerfi“ er kynnt á einföldu en kjarnyrtu máli.
Skoskur háskóli, útibú á Seyðisfirði
27.01.22 Fréttir

Skoskur háskóli, útibú á Seyðisfirði

Í Kastljósi í gær, miðvikudag, var rætt við forseta sveitarstjórnar Gauta Jóhannesson (mín 13:53). Umræðuefnið var að Sveitarfélagið Múlaþing hefur gert samning við skoskan háskóla um fjarnám og opnun útibús á Seyðisfirði.
Ljósmynd Hafþór Snjólfur.
27.01.22 Fréttir

Úthlutun menningarstyrkja Múlaþings

Múlaþing er ríkt af drífandi og skapandi fólki sem endurspeglast í þeim umsóknum sem bárust. Verkefnin eru fjölbreytt og spanna m.a. bókaútgáfur, tónleika, sviðslistaverk og kvikmyndaframleiðslu sem verða unnin innan Múlaþings og á Austurlandi.
Álagning og innheimta fasteignagjalda hjá Múlaþingi fyrir árið 2022
26.01.22 Fréttir

Álagning og innheimta fasteignagjalda hjá Múlaþingi fyrir árið 2022

Gjalddagar fasteignagjalda árið 2022 verða 9. Fyrsti gjalddagi er 1. febrúar og sá síðasti 1. október. Eindagi hverrar greiðslu er síðasti virki dagur viðkomandi mánaðar. Ef heildarupphæð gjalda á viðkomandi eign er undir 30.000 kr. innheimtist allt gjaldið á 1. gjalddaga.
Frístundastarf í sveitarfélaginu kynnt á opnum fjarfundi
19.01.22 Fréttir

Frístundastarf í sveitarfélaginu kynnt á opnum fjarfundi

Kynningunni hefur verið frestað til 9. febrúar sökum sóttkvíar heimsóknargesta. Á morgun miðvikudag fer fram opin kynning á frístundastarfi í sveitarfélaginu í fjarfundarformi.
“Hinseginvika” í fullum gangi í öllum félagsmiðstöðvum Múlaþings
19.01.22 Fréttir

“Hinseginvika” í fullum gangi í öllum félagsmiðstöðvum Múlaþings

Hinsegin föndurkvöld, kvikmyndaklúbbur með hinsegin þema, hinsegin trúnó, heimsókn frá Hinsegin Austurlandi og hinsegin spurningakeppni er meðal þess sem unglingum Múlaþings býðst í félagsmiðstöðvunum sínum þessa vikuna.
Tilkynning frá Aðgerðarstjórn á Austurlandi - covid 19
19.01.22 Fréttir

Tilkynning frá Aðgerðarstjórn á Austurlandi - covid 19

Síðastliðinn sólarhring greindust um 20 ný smit á Austurlandi, langflest þeirra á Reyðarfirði og í Neskaupstað. Það er því viðbúið að fleiri smit greinist næstu daga þar sem enn er töluverður fjöldi í sóttkví. Áfram er því mikilvægt að íbúar Austurlands fari í sýnatöku við minnstu einkenni eða grun um útsetningu smits.
Tilkynning frá Aðgerðarstjórn á Austurlandi - covid 19
17.01.22 Fréttir

Tilkynning frá Aðgerðarstjórn á Austurlandi - covid 19

Sú jákvæða þróun sem að framan er lýst byggir á samstilltu átaki alls og allra í samfélaginu okkar á Austurlandi. Aðgerðastjórn þakkar íbúum góð viðbrögð og þátttöku í persónulegum smitvörnum og treystir á áframhaldandi góða samvinnu. Í hönd fer tími þorrablóta sem er tengdur samveru og hópamyndun í hugum okkar margra. Í því sambandi skal minnt á gildandi hópatakmörk við 10 manns og það að virða þau mörk er mjög mikilvæg sóttvarnaaðgerð.
Getum við bætt efni þessarar síðu?