Fara í efni

Yfirlit frétta

Framkvæmdir á Djúpavogi
17.01.22 Fréttir

Framkvæmdir á Djúpavogi

Síðustu misseri hefur verið unnið að greiningu á viðhaldsþörf og gerð áætlun um framkvæmdir í Múlaþingi. Meðfylgjandi eru upplýsingar um þær framkvæmdir sem hafnar eru við grunnskólann á Djúpavogi og íþróttamiðstöðina.
Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi - covid 19
15.01.22 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi - covid 19

Við hvetjum alla þá sem eru með einkenni eða telja sig hafa verið útsettir fyrir smiti, að fara í sýnatöku og halda sig til hlés á meðan beðið er eftir niðurstöðum. Fólk skráir sig í sýnatöku á heilsuvera.is.
Aðgengisfulltrúi tekur til starfa hjá Múlaþingi
14.01.22 Fréttir

Aðgengisfulltrúi tekur til starfa hjá Múlaþingi

Múlaþing hefur ráðið tímabundið til starfa aðgengisfulltrúa sem sér til þess að gerðar séu úttektir á aðgengi, þ.e. á þjónustu og starfsemi viðkomandi aðila í víðum skilningi. Leiði úttekt í ljós að úrbóta sé þörf hlutast aðgengisfulltrúi til um að gerðar séu tímasettar áætlanir um úrbætur. Aðgengisfulltrúi Múlaþings er Fanney Sigurðardóttir.
Tilkynning frá Aðgerðarstjórn á Austurlandi - covid 19
13.01.22 Fréttir

Tilkynning frá Aðgerðarstjórn á Austurlandi - covid 19

Talsverður fjöldi smita af völdum COVID-19 hafa greinst á Austurlandi undanfarið og síðustu tvo sólarhringa hafa bæst við um 30 ný smit á svæðinu. Staðan í faraldrinum er því orðin verulega þung og farin að reyna á víða í samfélaginu hér á Austurlandi. Þá hafa smit áhrif á starfsemi og mönnun í heilbrigðiskerfinu þar sem má lítið út af bregða til þess að þjónusta skerðist verulega. Ljóst er að grípa þarf til aðgerða til að létta þar á og minnka útbreiðslu smita og veikindum því tengdu.
Sorphirðudagatal 2022
13.01.22 Fréttir

Sorphirðudagatal 2022

Gefin hafa verið út ný sorphirðudagatöl í Múlaþingi fyrir árið 2022. 
Tilkynning frá Aðgerðarstjórn á Austurlandi - covid 19
13.01.22 Fréttir

Tilkynning frá Aðgerðarstjórn á Austurlandi - covid 19

Í ljósi aðstæðna þar sem neyðarstigi hefur verið lýst yfir, brýnir aðgerðastjórn til ýtrustu varkárni, hvort heldur það snýr að okkur sem einstaklingum eða að fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum. Þá þykir ástæða til að árétta grímuskyldu í verslunum til að mynda, sem og hefðbundna brýningu um að gæta að fjarlægðarmörkum, muna eftir handþvotti og sprittnotkun. Förum varlega.
Tilkynning frá Aðgerðarstjórn á Austurlandi - covid 19
11.01.22 Fréttir

Tilkynning frá Aðgerðarstjórn á Austurlandi - covid 19

Á Austurlandi eru nú 103 í einangrun og 160 í sóttkví. Dreifing smita er víðtæk og um allt Austurland. Talsverður fjöldi smita hefur greinst í Eskifjarðarskóla síðustu daga og í mörgum bekkjum skólans. Vegna þessa hefur verið ákveðið að Eskifjarðarskóli verði lokaður á morgun, miðvikudaginn 12.1. 2022.
Minjasafn Austurlands á árinu 2021
07.01.22 Fréttir

Minjasafn Austurlands á árinu 2021

Skemmtileg frétt um viðburði og sögu ársnins 2021 á Minjasafni Austurlands, sem að sjálfsögðu litaðit af covid eins og annað í heiminum.
19. fundur Sveitarstjórnar Múlaþings - dagskrá
07.01.22 Fréttir

19. fundur Sveitarstjórnar Múlaþings - dagskrá

19. fundur Sveitarstjórnar Múlaþings verður haldinn í fjarfundi, 12. janúar 2022 og hefst klukkan 14:00. Link á fundinn má finna í fréttinni hér að neðan.
Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi, covid-19
05.01.22 Fréttir

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi, covid-19

Á Austurlandi eru 71 í einangrun og 77 í sóttkví samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Í gær voru tekin um 240 sýni á Reyðarfirði, Egilsstöðum og Vopnafirði og úr þeim sýnatökum greindust milli 20-30 ný smit. Í fyrradag, mánudaginn 3. janúar, var engin sýnataka vegna veðurs. Fleiri sýni voru því að líkindum tekin í gær en ella.
Getum við bætt efni þessarar síðu?