29.04.2022
kl. 14:10
Regnbogagatan á Seyðisfirði var máluð eftir veturinn í gær, fimmtudaginn 28. apríl. Litrík gatan, sem hefur skipað sér stóran sess í huga fólks sem eitt af aðal myndefnum á Seyðisfirði, fær yfirhalningu á hverju vori. Þá eru allir velkomnir að taka þátt og mála, hvort sem um heimafólk er að ræða eða gesti.
Lesa
29.04.2022
kl. 12:47
Starf skólastjóra Egilsstaðaskóla var auglýst 25. mars sl. Sex umsóknir bárust.
Kristín Guðlaug Magnúsdóttir hefur verið ráðin í starfið. Kristín hefur í rúm 30 ár starfað innan veggja grunnskóla, bæði sem kennari og stjórnandi. Frá árinu 2013 hefur Kristín verið aðstoðarskólastjóri Sunnulækjarskóla í Árborg en áður hafði hún verið deildarstjóri þar um fimm ára skeið.
Lesa
28.04.2022
kl. 08:53
Ef vart verður við veika ósjálfbjarga fugla í nærumhverfi manna er möguleiki á að fuglinn sé veikur vegna smits af fuglaflensuveirunni. Almenningi er því ráðið frá að handleika veika fugla, en heldur beina erindi sínu til sveitarfélags, sem svo þarf að sjá til þess að gripið sé til aðgerða út frá dýravelferðarsjónarmiðum.
Lesa
27.04.2022
kl. 13:42
Einstaklingum sem vilja gefa kost á sér til heimastjórna býðst að kynna sig og sín áherslumál á heimasíðu Múlaþings. Stofnaðar hafa verið sérstakar síður á mulathing.is þar sem upplýsingarnar verða birtar í stafrófsröð um þá einstaklinga sem þess óska og gefa kost á sér til setu í heimastjórn.
Lesa
27.04.2022
kl. 09:19
Úthlutun leikskólaplássa á Héraði, það er fyrir leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskóg, fór fram 19. apríl síðast liðinn. Alls var úthlutað 42 plássum en nokkuð var um umsóknir fyrir eldri börn sem eru að flytjast á svæðið og óskir um flutninginn á milli leikskólanna.
Lesa
26.04.2022
kl. 14:40
Föstudaginn 22. maí síðastliðinn tryggði karlalið körfuknattleiksdeildar Hattar sér sæti í úrvalsdeild á næstkomandi tímabili með tæplega 30 stiga sigri á Álftanesi.
Lesa
26.04.2022
kl. 13:27
Vegna framkvæmda við nýjan heitan pott - Bö pottinn - verða því miður engir pottar opnir í Sundhöll Seyðisfjarðar fyrr en um eða upp úr miðjum maí. Það eru þó gleðifréttir fyrir Seyðfirðinga að hægt verði að sitja úti í heitum potti í sumar.
Lesa
25.04.2022
kl. 15:56
Kjörskrár vegna sveitarstjórnar- og heimastjórnarkosninga sem fram fara laugardaginn 14. maí 2022, munu liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofum Múlaþings, á Borgarfirði, Djúpavogi, Egilsstöðum og Seyðisfirði, á opnunartíma hverrar skrifstofu, frá og með mánudeginum 25. apríl til og með föstudeginum 13. maí 2022.
Lesa
25.04.2022
kl. 14:56
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninga hófst á skrifstofum embættis sýslumannsins á Austurlandi þriðjudaginn 19. apríl s.l. Hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar á opnunartíma sýsluskrifstofa, mánudaga til fimmtudaga kl. 09:00-15:00, en föstudaga kl.09.00-14.00.
Lesa
22.04.2022
kl. 12:12
Tökum til hendinni í sumarbyrjun og fegrum sveitarfélagið okkar.
Lesa