Fara í efni

Fréttir

Skógardagurinn mikli eftir tveggja ára hlé

Skógardagurinn mikli verður haldinn í sextánda sinn þann 25. júní. Hann var haldinn fyrst árið 2005 en féll niður síðustu tvö sumur vegna covid. Bergrún Arna Þorsteinsdóttir aðstoðarskógarvörður segir undirbúning hafa farið seint af stað í ár þar sem skipuleggjendur þorðu ekki að fara af stað fyrr en þeir sáu fram á að covid myndi ekki setja strik í reikninginn. Því hefur undirbúningur staðið skemur yfir en venjulega, en þó er engu til sparað og mikil tilhlökkun að fagna Skógardeginum á ný. Bergrún bendir á að dagurinn er mikið sameiningartákn landbúnaðargeirans: ,,Það má segja að þessi dagur sé einsdæmi á landsvísu því allur landbúnaðargeirinn á Austurlandi tekur höndum saman og mótar þennan dag. Skógarbændur, sauðfjárbændur, nautgripabændur og Skógræktin standa saman að deginum með styrkjum frá fyrirtækjum og velunnurum dagsins.“
Lesa

Austurland, mögulegar rafmagnstruflanir í dag

Mögulega verða rafmagnstruflanir á Vopnafirði, á Héraði, Borgarfirði, Seyðisfirði og Mjóafirði fimmtudaginn 23. júní frá klukkan 09:00 til klukkan 18:00.
Lesa

Frá bókasöfnum Múlaþings

Nú höfum við tekið nýtt bókasafnskerfi í notkun. Kærar þakkir fyrir skilninginn og þolinmæðina síðustu vikur.
Lesa

Kynning á umhverfismatsskýrslu Fjarðarheiðarganga

Vegagerðin verður með opið hús í tengslum við kynningartíma umhverfismatsskýrslu Fjarðarheiðarganga. Opnu húsin verða á eftirfarandi stöðum: Félagsheimilinu Herðubreið, Seyðisfirði, 21. júní frá klukkan 14 til 18 og í Egilsstaðaskóla 22. júní frá klukkan 14 til 18. Umhverfismatsskýrsla Fjarðarheiðarganga er nú í kynningu hjá Skipulagsstofnun. Öllum er velkomið að senda inn umsagnir um umhverfismatið og er frestur til þess til 5. júlí 2022. Umsagnir skulu berast til Skipulagsstofnunar.
Lesa

Fjarðarheiðargöng: Opin hús

Vegagerðin verður með opin hús á Seyðisfirði 21. júní og Egilsstöðum 22. júní.
Lesa

Frá kumlum til stríðsminja: Umfangsmikil fornleifarannsókn í Firði – leiðsögn og fyrirlestur

Fornleifafræðingar verða með leiðsögn við uppgröftinn í hverri viku og hefst leiðsögnin 16. júní klukkan 14 og verður eftir það á sama tíma á hverjum föstudegi. Einnig flytur Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur og stjórnandi fyrirlestur um fornleifarannsóknina fyrir bæjarbúa og aðra sem áhuga hafa. Fyrirlesturinn verður haldinn í Herðubreið þann 28. júní klukkan 17:30.
Lesa

Fyrsti fundur nýrrar sveitastjórnar

Þann 3. júní 2022 kom nýkjörin sveitastjórn Múlaþings saman í fyrsta skipti. Næsti fundur sveitastjórnar verður fimmtudaginn 29. Júní kl. 14:00.
Lesa

17. júní í Múlaþingi - uppfært

Uppfært. Dagskrá þjóðhátíðardagsins í Múlaþingi er fjölbreytt og skemmtileg.
Lesa

360° Sýndarferðalag komið í loftið

Vefurinn gefur fólki tækifæri á að skoða sveitafélögin Múlaþing og Fljótsdalshrepp með 360° útsýni og lesa sér til um vissa áningarstaði, kynna sér gönguleiðir og helstu þjónustu.
Lesa

Vatnslaust á Seyðisfirði - Uppfært

Í morgun rofnaði þrýstirör að neðstu vatnsaflsvirkjuninni í Fjarðará á Seyðisfirði. Svo óheppilega vill til að nærri rofinu liggur aðveiturör vatnsveitunnar, sem fór í sundur. Því er bærinn allur vatnslaus. Viðgerð er lokið.
Lesa
Getum við bætt efni þessarar síðu?