30.06.2022
kl. 13:49
Brúarásskóli á Fljótsdalshéraði fékk nú í vor afhentan nýjan Grænfána fyrir framúrskarandi frammistöðu í Grænfánaverkefninu svokallaða.
Lesa
29.06.2022
kl. 10:17
Múlaþing hefur samið við Arkibygg og exa nordic um fullnaðarhönnun á útsýnisstaðnum við Bjólf. Múlaþing hlaut styrk frá Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða til að vinna áfram vinningstillöguna og stefnt er að því að hún verði tilbúin í haust.
Lesa
28.06.2022
kl. 16:00
Laus er til umsóknar staða forstöðuaðila íþróttamiðstöðvar á Djúpavogi frá 1. ágúst 2022.
Lesa
28.06.2022
kl. 10:00
Fyrir liggur tillaga að Strandsvæðisskipulagi Austfjarða 2022 sem kynnt er samkvæmt 12. gr. laga um skipulag haf- og strandsvæða nr. 88/2018.
Fundur á Seyðisfirði verður haldinn í menningar- og félagsheimilinu Herðubreið, 28 júní klukkan 16:30-18:00.
Lesa
27.06.2022
kl. 23:29
Á fundi Björns Ingimarssonar sveitarstjóra Múlaþings og Sigurðar Guðmundssonar höfundar listaverksins Eggin í Gleðivík, 23. júní 2022, var ákveðið að vinna að flutningi listaverksins frá hafnarsvæðinu á annan stað við sjávarsíðuna á Djúpavogi.
Lesa
27.06.2022
kl. 13:17
Á síðasta fundi ungmennaráðs Múlaþings var samþykkt ályktun ungmennaþings 2022 og eins var farið yfir niðurstöður á bæði endurgjöf þinggesta og starfsfólks á skipulagi þingsins.
Lesa
27.06.2022
kl. 11:06
25. fundur Sveitarstjórnar Múlaþings verður haldinn í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum, 29. júní 2022 og hefst klukkan 14:00.
Lesa
23.06.2022
kl. 11:56
Skógardagurinn mikli verður haldinn í sextánda sinn þann 25. júní. Hann var haldinn fyrst árið 2005 en féll niður síðustu tvö sumur vegna covid.
Bergrún Arna Þorsteinsdóttir aðstoðarskógarvörður segir undirbúning hafa farið seint af stað í ár þar sem skipuleggjendur þorðu ekki að fara af stað fyrr en þeir sáu fram á að covid myndi ekki setja strik í reikninginn. Því hefur undirbúningur staðið skemur yfir en venjulega, en þó er engu til sparað og mikil tilhlökkun að fagna Skógardeginum á ný. Bergrún bendir á að dagurinn er mikið sameiningartákn landbúnaðargeirans:
,,Það má segja að þessi dagur sé einsdæmi á landsvísu því allur landbúnaðargeirinn á Austurlandi tekur höndum saman og mótar þennan dag. Skógarbændur, sauðfjárbændur, nautgripabændur og Skógræktin standa saman að deginum með styrkjum frá fyrirtækjum og velunnurum dagsins.“
Lesa
23.06.2022
kl. 08:19
Mögulega verða rafmagnstruflanir á Vopnafirði, á Héraði, Borgarfirði, Seyðisfirði og Mjóafirði fimmtudaginn 23. júní frá klukkan 09:00 til klukkan 18:00.
Lesa
21.06.2022
kl. 14:47
Nú höfum við tekið nýtt bókasafnskerfi í notkun. Kærar þakkir fyrir skilninginn og þolinmæðina síðustu vikur.
Lesa