Fara í efni

Yfirlit frétta

Endurnýjun á dvalarsvæði í miðbæ Egilsstaða
19.10.22 Fréttir

Endurnýjun á dvalarsvæði í miðbæ Egilsstaða

Ásýndin á dvalarsvæði í hjarta bæjarins hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum dögum. Þessi reitur er neðarlega við Fagradalsbraut og tengir saman verslun og þjónustu við Kaupvang og Miðvang. Lagður var göngustígur í gegnum svæðið og dvalarsvæðið endurnýjað. Þá voru gerð ný gróðurbeð með blönduðum trjágróðri og runnum. Töluvert var sett niður af haustlaukum sem ættu að blómstra snemma næsta vor og í framhaldinu verður plantað fjölærum blómplöntum og sumarblómum í beðin næsta sumar.
Múlaþing býður hóp flóttafólks velkomið
17.10.22 Fréttir

Múlaþing býður hóp flóttafólks velkomið

Hópurinn samanstendur af 16 einstaklingum sem hefur aðstöðu á Eiðum.
Mynd: Silla Páls
17.10.22 Fréttir

Múlaþing hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Markmið Jafnvægisvogarinnar er 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi, þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar hlutu viðurkenningar.
Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir
14.10.22 Fréttir

Svæðisskipulag Austurlands 2022 – 2044 undirritað

Í gær undirrituðu bæjar- og sveitastjórar Austurlands og forstjóri Skipulagsstofnunar Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044.
Samráðsfundur með íbúum Austurlands um samgöngur, sveitarstjórnarmál og húsnæðis- og skipulagsmál
14.10.22 Fréttir

Samráðsfundur með íbúum Austurlands um samgöngur, sveitarstjórnarmál og húsnæðis- og skipulagsmál

Fundur fyrir íbúa Austurlands verður haldinn þriðjudaginn 18. október kl. 15-17
Mynd: Bergþóra Valgeirsdóttir
13.10.22 Fréttir

Styttist í Daga myrkurs

Dagar myrkurs, sameiginleg byggðahátíð allra íbúa á Austurlandi verða vikuna 31. október - 6. nóvemeber
Nýr leikskóli opnaður í næstu viku
12.10.22 Fréttir

Nýr leikskóli opnaður í næstu viku

Leikskólinn í Fellabæ mun nýtast um það bil 70 börnum.
Ferguson dráttarvélar til sölu
10.10.22 Fréttir

Ferguson dráttarvélar til sölu

Múlaþing auglýsir til sölu tvær Ferguson 135 dráttarvélar árgerð 1973 - 1974. Vélarnar eru báðar gangfærar, með vökvastýri og í fínu standi. Vélarnar eru til sýnis í þjónustumiðstöð Múlaþings á Djúpavogi og frekari upplýsingar veitir Sigurbjörn Heiðdal í síma 864 4911.
Leikskólinn Bjarkatún á Djúpavogi tók við grænfánanum í fimmta sinn af Landvernd
07.10.22 Fréttir

Leikskólinn Bjarkatún á Djúpavogi tók við grænfánanum í fimmta sinn af Landvernd

Leikskólinn Bjarkatún á Djúpavogi tók við grænfánanum í fimmta sinn af Landvernd en unnið hefur verið ötullega að grænfánastarfi síðustu ár.
Sveitarstjórnarfundur 11. október 2022
07.10.22 Fréttir

Sveitarstjórnarfundur 11. október 2022

Næsti fundur sveitarstjórnar Múlaþings númer 28 verður haldinn þriðjudaginn 11. október 2022 og klukkan 14:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu, þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum. Dagskrá fundarins er hér með birt.
Getum við bætt efni þessarar síðu?