Fara í efni

Árleg ormahreinsun gæludýra í Múlaþingi

27.10.2022 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Árleg ormahreinsun gæludýra í Múlaþingi verður sem hér segir:
Djúpivogur: hundar og kettir á Djúpavogi verður þriðjudaginn 1. nóvember frá klukkan 12:30 til 14:00 í áhaldahúsinu á Djúpavogi.

Egilsstaðir og Fellabær í Samfélagssmiðjunni (Blómabæ):

Hundar: þriðjudaginn 1. nóvember og miðvikudaginn 16. nóvember frá klukkan 16:30 til 18:00.

Kettir: miðvikudaginn 2. nóvember og þriðjudaginn 15. nóvember frá klukkan 16:30 – 18:00.

Seyðisfjörður: þriðjudaginn 8. nóvember, kettir klukkan 14:OO og hundar klukkan 15:00 í áhaldahúsinu á Seyðisfirði.

Borgarfjörður: fimmtudaginn 3. nóvember með sama hætti og verið hefur hingað til.

Allir eigendur hunda og katta eru hvattir til að mæta með dýr sín í þessa ormahreinsun. Þá er sérstaklega mikilvægt að koma með hundana þar sem vöðvasullur hefur greinst á Austurlandi í haust. Dýralæknirinn á staðnum mun veita nánari upplýsingar um vöðvasull og hvernig má verjast honum.

Árleg ormahreinsun gæludýra í Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?