Fara í efni

Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja

19.05.2022 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Birt í annað sinn.

Í sumar geta eldri borgarar og öryrkjar í Múlaþingi óskað eftir gjaldfrjálsum garðslætti allt að þrisvar sinnum yfir sumarið ef þeir uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  1. Umsækjandi eigi lögheimili í sveitarfélaginu Múlaþingi.
  2. Umsækjandi hafi ekki hærri tekjur en segir til um í flokki tvö í gjaldskrá stuðningsþjónustu Múlaþings: Fyrir árið 2022 er það kr. 527.880 á mánuði fyrir einstakling og kr. 844.608 á mánuði fyrir hjón.
  3. Lausafjáreign umsækjanda fari ekki yfir viðmiðunarfjárhæð lausafjáreigna skv. sömu gjaldskrá. Fyrir árið 2022 er viðmiðunarfjárhæðin 2.946.014 kr.
  4. Umsækjandi geti ekki sinnt garðslætti. Hægt er að óska eftir læknisvottorði því til staðfestingar.
  5. Þjónustan er að jafnaði ekki veitt ef aðrir heimilismenn, 18 ára og eldri, geta sinnt henni.

Skila þarf rafrænni umsókn um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja fyrir 1. júní 2022.

Þurfi frekari upplýsingar er hægt að hafa sambandi við skrifstofu Múlaþings í síma 4 700 700 eða tölvupósti á mulathing@mulathing.is.

Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja
Getum við bætt efni þessarar síðu?