Fara í efni

Auglýsing um samþykkt Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044

27.09.2022 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Svæðisskipulagsnefnd Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) samþykkti þann 2. september 2022 tillögu að Svæðisskipulagi Austurlands 2022–2044 í samræmi við 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfismatsskýrslu í samræmi við 16. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044 markar sameiginlega framtíðarsýn Fjarðabyggðar, Fljótsdalshrepps, Múlaþings og Vopnafjarðarhrepps fyrir landshlutann.

Tillagan var auglýst þann 7. júlí 2022 í samræmi við 24. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Athugasemdafrestur rann út þann 20. ágúst 2022 og bárust sjö athugasemdir. Gerðar voru nokkrar lagfæringar á tillögunni vegna þeirra. Tillagan var því næst samþykkt af sveitarstjórnum Fjarðabyggðar, Múlaþings, Fljótsdalshrepps og Vopnafjarðarhrepps á fundum í september 2022.

Svæðisskipulagsnefnd SSA hefur afgreitt svæðisskipulagstillöguna til Skipulagsstofnunar og tekur Svæðisskipulag Austurlands 2022–2044 gildi þegar afgreiðslu Skipulagsstofnunar lýkur og tillagan hefur verið birt í B-deild Stjórnartíðinda. Tillöguna ásamt fundargerð svæðisskipulagsnefndar, þar sem athugasemdir voru afgreiddar, má skoða hér.

Auglýsing um samþykkt Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044
Getum við bætt efni þessarar síðu?