Fara í efni

Samvera á aðventunni á Bókasafni Djúpavogs

05.12.2022 Fréttir Djúpivogur

Á föstudögum á aðventu er Bókasafn Djúpavogs opið öllum milli klukkan 10:00 og 12:00 og eru eldri borgarar sérstaklega hvattir til að mæta. Það er upplagt að hafa með sér handavinnu og nemendur í Djúpavogsskóla ætla að bjóða gestum upp á upplestur, tónlistaratriði, jólaföndur, spjall og samveru.

Meðfylgjandi mynd er tekin á síðasta föstudag en hér má sjá elsta íbúa Djúpavogs, Guðrúnu Guðjónsdóttur sem er 96 ára, spjalla við nemendur á unglingastigi, auk Kristrúnar sem er starfsmaður skólans. Dásamleg stund þar sem meðal annars var rætt um jólahefðir, bækur sem enda vel, blóðpönnukökur, Heklugos 1947 og heimsmeistaramót í fótbolta. Vonandi sjáumst við sem flest næsta föstudag milli klukkan 10:00 og 12:00.

Bókasafnið er einnig opið á þriðjudögum milli klukkan 16:00 – 18:00.

Hellingur af nýjum bókum.

Samvera á aðventunni á Bókasafni Djúpavogs
Getum við bætt efni þessarar síðu?