Fara í efni

Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald

1. gr.

Hunda- og kattaeigendur sem búsettir eru í Múlaþingi, skulu greiða leyfisgjöld sbr. 11. gr. í samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í sex sveitarfélögum á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis nr. 912/2015 og 12. gr. í samþykkt um hundahald í sex sveitarfélögum á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis nr. 933/2015.

2. gr.

Af hundum skal innheimta leyfisgjald sbr. 12. gr. samþykktar nr. 933/2015, að upphæð kr. 15.390 á hvern hund. Innifalið í leyfisgjaldi er ormahreinsun og trygging auk umsýslugjalda sveitafélagsins.

Gjald greiðist á gjalddaga 1. febrúar en eindagi er 28. febrúar ár hvert.

 

Af köttum skal innheimta leyfisgjald sbr. 11. gr. samþykktar nr. 912/2015 að upphæð kr. 10.443 á hvern kött. Innifalið í leyfisgjaldi er ormahreinsun og trygging auk umsýslugjalda sveitafélagsins.

Gjald greiðist á gjalddaga 1. febrúar en eindagi er 28. febrúar ár hvert.

 

Um vexti af vangreiddum gjöldum samkvæmt gjaldskrá þessari gilda almennar reglur. Um innheimtu gjalda fer samkvæmt ákvæðum laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 með síðari breytingum. Gjöld samkvæmt gjaldskránni má innheimta með fjárnámi.

 

3. gr. 

Eigendur hunda og katta eru ábyrgir fyrir öllum kostnaði sem hlýst af brotum gegn samþykkt nr. 933/2015 og samþykkt nr. 912/2015. Við afskráningu hunds eða kattar ber að endurgreiða árlegt leyfisgjald í réttu hlutfalli við þá mánuði sem eftir eru af árinu.

4. gr.

Handsömunargjald skv. 12. gr. samþykktar nr. 933/2015 er sem hér segir:

A) Grunngjald, sem greiðist við hverja föngun er kr. 16.490,-
B) Gistigjald, sem greitt er fyrir hvern byrjaðan sólarhring sem hundur er í vörslu er kr. 6.596,-
C) Álag sem bætist ofan á grunngjald og gistigjald, ef hundur er fangaður utan dagvinnutíma, er kr. 16.490,-
D) Stórhátíðaálag sem bætist ofan á grunngjald, gistigjald og álag skv. C), ef hundur er fangaður á stórhátíðardögum, er kr. 16.490,-

 

Ef til aflífunar hunds kemur, skal eigandi dýrs að auki greiða útlagðan aflífunarkostnað. Ef hundur var ekki ormahreinsaður í síðustu skipulögðu ormahreinsun fyrir handsömun, eða síðar af dýralækni, skal láta ormahreinsa hundinn áður en hann er afhentur eiganda og skal eigandi greiða útlagðan kostnað vegna hreinsunarinnar.

5. gr.

Handsömunargjald, skv. 11. gr. samþykktar nr. 912/2015 er sem hér segir:

A) Grunngjald, sem greiðist við hverja föngun er kr. 16.490,-
B) Gistigjald, sem greitt er fyrir hvern byrjaðan sólarhring sem köttur er í vörslu er kr. 6.000,-
C) Álag sem bætist ofan á grunngjald og gistigjald, ef köttur er fangaður utan dagvinnutíma, er kr. 16.490,-
D) Stórhátíðaálag sem bætist ofan á grunngjald, gistigjald og álag skv. C) ef köttur er fangaður á stórhátíðardögum, er kr. 15.000,-

Ef til aflífunar kattar kemur, skal eigandi dýrs að auki greiða útlagðan aflífunarkostnað. Ef köttur var ekki ormahreinsaður í síðustu skipulögðu ormahreinsun fyrir handsömun, eða síðar af dýralækni, skal láta ormahreinsa köttinn áður en hann er afhentur eiganda og skal eigandi greiða útlagðan kostnað vegna hreinsunarinnar.

6. gr.

Ofangreind gjaldskrá er sett með vísun til heimilda í; samþykkt um hundahald í sex sveitarfélögum á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis nr. 933/2015, samþykkt um kattahald og gæludýrahald annarra en hunda í sex sveitarfélögum á starfssvæði heilbrigðisnefndar Austurlandssvæðis nr. 912/2015 og 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 m.s.br.

 

Gjaldskráin öðlast þegar gildi.

Við staðfestingu gjaldskrár þessarar falla úr gildi; gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds í Múlaþingi nr. 1386/2020.

Gjaldskrá er aðgengileg á vef Stjórnartíðinda.

 

Samþykkt í sveitarstjórn desember 2022.

 

 

 

 

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?