Fara í efni

Tvísöngur á Seyðisfirði

Tvísöngur er hljóðskúlptúr í hlíðum Seyðisfjarðar eftir þýska listamanninn Lukas Kühne. Verkið býður upp á hljóðræna upplifun sem virkja má til söngs og hljóðtilrauna einstaklinga og hópa í einveru, í samsöng, til eigin yndisauka eða fyrir áheyrendur. Tvísöngur sam­an­stend­ur af fimm sam­byggðum hvelf­ing­um af mis­mun­andi stærð. Hæð hvelf­ing­anna er tveir til fjór­ir metr­ar og hefur hver hvelf­ing fyr­ir sig eig­in tíðni sem sam­svar­ar ein­um tóni í fimm­und­ar­söng og virk­ar sem magn­ari fyr­ir þann tón. Tví­söng­ur virk­ar þannig sem nátt­úru­leg um­gjörð fyr­ir ís­lensku tví­söngs­hefðina og er bæði sjón­ræn og hljóðræn út­færsla á henni.

Verkinu var valinn staður á sléttum bala á kyrrlátum stað í fjallshlíðinni með útsýni yfir fjörðinn og tekur gangan frá bílastæði um 15-20 mínútur.

Síðast uppfært 19. október 2020
Var efnið á síðunni hjálplegt?