Fara í efni

Ársfundur Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar 2021

Ársfundur Sjálfbærniverkefnisins 2021 verður haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum miðvikudaginn 20. október kl. 10:00-14:00

Þema fundarins Jafnréttismál í víðu samhengi. Á fundinum munu sérfræðingar Jafnréttisstofu, Austurbrúar, Landsvirkjunar og Alcoa Fjarðaáls fjalla um jafnrétti frá ýmsum sjónarhornum.

Dagskrá

Fundarstjóri: Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings.
Kl. Lýsing Fyrirlesari Stofnun
10:00 Setning Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun
10:10 Jafnrétti í vegferðinni að sjálfbærni Bryndís Elfa Valdemarsdóttir Jafnréttisstofa
10:50 Kynjamynd af Austurlandi 2.0 Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir Austurbrú
11:30 Hádegisverður    
12:25 Jafnréttismál hjá Landsvirkjun Sturla Jóhann Hreinsson Landsvirkjun
13:05 Jafnréttismál hjá Alcoa Fjarðaáli Dagmar Ýr Stefánsdóttir Alcoa Fjarðaál
13:45 Breytingar á vísum    
13:55 Samantekt    
14:00 Fundarslit    

Erindi

Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir mun flytja erindi þar sem fjallað verður um Austurland með kynjagleraugum. Á Austurlandi eins og annars staðar í dreifðari byggðum eru konur færri en karlar. Þrátt fyrir nokkuð háar meðaltekjur á Austurlandi er launamunur kynjanna töluverður og konur eru í minnihluta þeirra sem eru í forsvari fyrir opinberar stofnanir og stærri fyrirtæki. Rýnt verður í þessar staðreyndir og spurningum velt upp um hvers vegna staðan sé eins og hún er, hvort og hvernig ætti að bregðast við. Vísað verður til fyrri samantektar frá 2017-2018 þar sem dregin var upp Kynjamynd af Austurlandi og horft til þess hvort breytingar hafi orðið á því sem þá kom fram og lýsti miklum launamun og kynjahalla í stjórnun.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu verður með erindið Jafnrétti í vegferðinni að sjálfbærni. Hún mun fjalla um tengsl jafnréttis og sjálfbærni, stöðu jafnréttismála og þær áskoranir sem staðið er frammi fyrir til að tryggja sjálfbæra þróun.

Dagmar Ýr Stefánsdóttir mun fara yfir stöðuna á jafnréttismál hjá Alcoa Fjarðaáli, Í erindinu verður fjallað um helstu áhersluþætti fyrirtækisins í jafnréttismálum, samstarf við Empower við innleiðingu jafnréttisvísis og aukna meðvitund um stöðu og þarfir hinsegin fólks.


Opinn fundur opinn öllum

Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar var sett á laggirnar til að fylgjast með áhrifum framkvæmda við Kárahnjúkavirkjum og álverið í Reyðarfirði á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi. Verkefnið gengur út á að fylgst er með þróun vísa sem í flestum tilfellum eru tölulegir mælikvarðar sem gefa vísbendingu um þróun umhverfismála, efnahags og samfélags á byggingar- og rekstrartíma álvers og virkjunar. Miklum upplýsingum hefur nú þegar verið safnað saman og eru þær aðgengilegar öllum á heimasíðu verkefnisins.

Fundurinn er opinn öllum en við minnum fólk á að skrá sig. Hlekk fyrir skráningu má nálgast hér.

Nánari upplýsingar um ársfundinn og Sjálfbærniverkefnið veitir Arnar Úlfarsson hjá Austurbrú. 470 3800 // arnar@austurbru.is

Getum við bætt efni þessarar síðu?