Fara í efni

Brain-rock setur í Tankinum

Tankurinn Djúpavogi 13.-14. júl 2024

Myndlistarmaðurinn Aðalsteinn Þórsson býður á sýningu sína í Tankinum á Djúpavogi dagana 13. og 14. júní 2024. Sýningin verður opin frá 15 - 18 báða dagana.

Brain rock seturnar - The Brainrock sessions eru myndbandsverk sem Aðalsteinn gerði veturinn 1997 - 8 þegar hann stundaði við nám í AKI2 (nú DAI) í Enschede í Hollandi. Um er að ræða teikni setur í Rainbox prógramminu sem var barnvænt teikni prógram. Hann tók upp það sem hann teiknaði á S-VHS spólu jafnharðan og tónlist af 33 snúninga grammófónplötu spilaða á 45 snúningum um leið og þannig hafði teiknimyndin hljóðrás sem skapaði anda myndarinnar og markaði um leið lengd hverrar teikni-setu. Upp á síðkastið hefur Aðalsteinn verið að skoða þetta efni sem er tölvert að vöxtum, aftur og athuga hvernig megi nota. Þessi sýning er þannig ný sýning á hlutum af þessum öldnu vídeóspólum varpað á veggi tanksins. Verði þér að góðu.

 

Aðalsteinn Þórsson f. 1964 í Eyjafirði. 1989 hóf hann nám í Myndlistaskólanum á Akureyri. Hann lauk MFA námi frá Dutch Artinstitute, ArtEz árið 1998, þá Aki2 í borginni Enchede í Hollandi, Aðalsteinn hefur verið starfandi myndlistamaður síðan. Fyrst í Hollandi en hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 2016. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga, tekið þátt í samsýningum og viðburðum auk þess að vera sýningarstjóri. Aðalsteinn hefur einnig látið að sér kveða í félagsmálum menningarinnar. Megin verkefni hans er þó Einkasafnið, umhverfisverk sem hann starfrækir í gróðurvin í Eyjafjarðarsveit 10 km. sunnan Akureyrar, auk þess að teikna og mála í frístundum.

Getum við bætt efni þessarar síðu?