Fara í efni

Cittaslow sunnudagurinn

Cittaslow sunnudagur er haldinn ár hvert, í öllum aðildarsveitarfélögum Cittaslow, síðasta sunnudag í september.

Í ár verður Cittaslow sunnudagurinn 26. september í Löngubúð og verður Cittaslow kynningarmarkaður þar sem einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök á Djúpavogi kynna sína starfsemi til leiks, leyfa öðrum að smakka eða prófa og selja varning og vörur.

Viðburðurinn verður milli kl. 13 og 17 í Löngubúð.

Var efnið á síðunni hjálplegt?