Fara í efni

Einkasýning: Rikke Luther – On Moving Ground

Rikke Luther – On Moving Ground. Sand, Mud, and Planetary Change

17. september – 20. nóvember 2022 í sýningarsal Skaftfells

Opnun 17. september, kl. 16:00-18:00 í Skaftfelli, Austurvegi 42,

og kl. 18:00-19:30 í Herðubío, Austurvegi 4 (kvikmyndasýning)

Sýningarspjall með listamanninum: 18. september kl 14:00

Allir viðburðir eru ókeypis.

Opnunartími: Þri-sun 17:00-22:00, mán lokað

 

Einkasýning Rikke Luther (DK) í Skaftfelli sýnir yfirstandandi rannsóknir listamannsins á pólitískum, samfélagslegum og umhverfislegum tengslum milli jarðefnavinnslu, nútímans, jarðvegseyðingar og hnattrænna breytinga. Verk hennar kanna áhrif sandnáms, kolefnisfrekrar framleiðslu steinsteypu og áhrif hækkandi hitastigs, á stöðugleika jarðarinnar sem við búum á. On Moving Ground býður upp á innsýn í fjölbreyttar rannsóknaraðferðir og listræna framleiðslu listamannsins, allt frá kvikmyndum til stórra teikninga til safnefnis, vísindagagna, texta og ljósmyndunar.

Sýningaropnuninni fylgir kvikmyndasýning í Herðubío á nýjustu mynd Luthers, sem er enn í vinnslu og verður frumsýnd síðar árið 2022: “Concrete: The Great Transformation (2019-) er framhald af Concrete Nature: The Planetary Sand Bank frá 2018. Myndin blandar saman myndum og athugasemdum sem byggja á sögulegum rannsóknum og persónulegri frásögn. Rannsóknin hefst með heimsóknum á þrjá sögulega námuvinnslustaði, sem tengjast tinnusteini, kolum og kalksteini, áður en haldið er áfram til að skoða stað þar sem jörðin er notuð til að líkja eftir ‘tungl regolit’. Þessar heimsóknir tengja tilraunir fortíðar, nútíðar og framtíðar til að blanda ímyndunarafli mannsins við jarðnesk efni, og endar með tæknilegum vonum um þrívíddarprentun steinsteypu fyrir framtíðarbyggðir milli pláneta.“ (Luther)

Sýningarstjóri er Julia Martin.

Um listamanninn:

Nýjustu verk Rikke Luther kanna ný tengsl sem skapast af umhverfiskreppu tengd landslagi, tungumáli, stjórnmálum, fjármögnun, lögum, líffræði og hagkerfi, tjáð í teiknuðum myndum, ljósmyndun, kvikmyndum og kennsluaðferðum. Hún hefur gegnt kennslustörfum í Danmörku og haldið fjölda gestafyrirlestra víða um heim. Verk hennar hafa verið kynnt á tvíæringum og þríæringum [Feneyjum, Singapúr, Echigo-Tsumari, Auckland og Gautaborg], söfnum, sýningum og kvikmyndahátíðum [CPH:DOX* - Copenhagen International Documentary Film Festival]. Árið 2016 skapaði Luther nýtt verk fyrir 32. Bienal de São Paulo og hefur stundað listsköpun sína sem einstaklingur síðan. Áður fyrr starfaði Luther einungis sem hluti af listhópum. Hún var meðstofnandi Learning Site og N55. Árið 2021 varði Luther doktorsritgerðina sína Concrete Aesthetics: From Universal Rights to Financial Post-Democracy. Hún verður gefin út árið 2022/23.

Rikke Luther (DK) er gestalistamaður Skaftfells í september 2022 þar sem hún stundar vettvangsrannsóknir fyrir núverandi rannsóknarverkefni sitt More Mud, kvikmynd sem ætlað er að komi út árið 2024. Verkefnið er styrkt af Nordic Alliance of Artists' Residencies on Climate Action (NAARCA), sem Skaftfell er hluti af. Verkefnið er einnig hluti af nýdoktorsrannsókn Luthers, The Ocean-Lands: Mud Within the Earth System, sem fer fram í ‘Queen Margrethe’s and Vigdís Finnbogadóttir´s Interdisciplinary Research Centre on Ocean, Climate, and Society’ (ROCS) og hjá The GLOBE Institute / Danish Natural History Museum / Center for Macroecology, Evolution and Climate.

https://rikkeluther.dk

 

Styrkt af: Menningar- og viðskiptaráðuneyti, Múlaþing, The Nordic Alliance of Artists’ Residencies on Climate Change (NAARCA), Uppbyggingarsjóður Austurlands 

Mynd: Rikke Luther, More Mud, Kangerlussuaq, Greenland, 2021 (detail)

Getum við bætt efni þessarar síðu?