Fara í efni

Jónsmessu-fögnuður

Aðfaranótt Jónsmessu er talin vera ein af fjórum mögnuðustu nóttum ársins. Þessa nótt eiga kýr að geta talað, selir farið úr ham sínum, heilnæmt á að vera að velta sér upp úr dögginni og mögulegt er að finna óskasteina.

Í tilefni Jónsmessu verður slegið upp varðeldi í fjörunni við Teigarhorn til að fagna og öllum er boðið sem vilja að koma og njóta notalegrar stundar í fjörunni aðfarandi þessarar töfranætur. Þeir sem vilja geta komið með pylsur eða sykurpúða. Kveikt verður upp í eldinum klukkan 19:00.

Nánar hér.

Getum við bætt efni þessarar síðu?