Fara í efni

LISTIN Í NÁTTÚRUNNI – NÁTTÚRAN Í LISTINNI

Sunnudaginn 6. desember kl. 15-17 opnar lista- og handverkssýning á efri hæð Sláturhússins þar sem sýndur verður afrakstur námskeiða og listasmiðja sem haldnar hafa verið í vetur í Geðræktarmiðstöðinni Ásheimum. Nemendur í samtímalistum í ME taka einnig þátt í sýningunni auk handverksfólks úr Stólpa og Ásheimum. Markmið hátíðarinnar miðar að því að brjóta niður múra og stuðla að sjálbærri þróun, jafnrétti og friði öllum til handa.

Sýningin stendur yfir frá 6.-12. des. og er opin á opnunartíma hússins 11-16 virka daga og laugardag 13-16. Ýmiss jólavarningur verður til sölu á opnuninni. Vegna földatakmarkana verður bara hægt að hleypa 9 einstaklingum inn í einu, en við ætlum að setja upp gashitara og bjóða upp á heitan drykk fyrir utan Sláturhúsið
fyrir þá sem komast ekki inn strax. Allir velkomnir að njóta aðventunnar með okkur. Leiðbeinandi og sýningarstjóri er Ólöf Björk Bragadóttir, myndlistarmaður og listakennari í ME.


Námskeiðin eru samstarfsverkefni Austurbrúar, Fjölmenntar, Símenntunar og þekkingarmiðstöðvar.

Getum við bætt efni þessarar síðu?