Fara í efni

Remember the Future - Inger Blix Kvammen / Ingrid Larsen / Solveig Ovanger

Remember the future - Ingrid Larsen / Solveig Ovanger / Inger Blix Kvammen 13.05.-12.08.2023
Laugardaginn 13.maí kl. 14 opnar myndlistarsýningin Remember the future í Sláturhúsinu Menningarmiðstöð með verkum eftir norsku listakonurnar Ingrid Larsen, Solveig Ovanger og Inger Blix Kvammen.
Þrír listamenn. Ólík tækni og efnisviður. Í sýningunni mætir listin, í sinni marglaga túlkun og þema, óskinni um að viðhalda og aldargömlum hefðum, þekkingu, handverki sem erfst hefur kynslóða á milli - í viðleitni listamannanna til að þær varðveitist og gleymist ekki.
Verkin á sýningunni samanstanda af þrívíðum skúlptúrum og ljósmyndum. Fagurfræðin er viðkvæm og aðgengileg. Handverkið og útfærslan er tímafrek og ítarleg. Tæknin er gömul og ný og efnviðurinn sóttur beint úr náttúrunni eða unnin lífræn efni og steinefni.
Sýningin veitir okkur tækifæri til að velta fyrir og tengja saman hugmyndir fortíðar og framtíðar. Listamennirnir draga fram málefni líðandi stundar séð í ljósi sögunnar. Jafnframt er sjónum beint að þekkingu forfeðra og formæðra okkar og að handverkið megi ekki gleymast og hverfa í innihaldslausri fjöldaframleiðslu samtímans
ENG//
Saturday, May 13 th at 14:00 the exhibition Remember the future opens in Sláturhúsið with works by the Norwegian artists Ingrid Larsen, Solveig Ovanger and Inger Blix Kvammen.
Three artists. Different techniques and materials. In the exhibition, art, in its multi-layered interpretation and theme, meets the desire to maintain centuries-old traditions, knowledge, crafts that have been passed down from generation to generation - in the efforts of the artists to preserve them and not forget them
Getum við bætt efni þessarar síðu?