Fara í efni

Óvitar

Sláturhúsið, Egilsstöðum 11.-19. okt 2025

Í heimi þar sem fólk fæðist stórt og verður lítið með aldrinum hverfur stór, átta ára drengur. Bæjarfélagið er allt í uppnámi, syngur og dansar.

Leikfélag Fljótsdalshéraðs setur upp Óvita eftir Guðrúnu Helgadóttur í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Tónlistin í leikritinu er eftir Jón Ólafsson og söngtextar eftir Davíð Þór Jónsson. Leikstjóri er Sigríður Lára Sigurjónsdóttir. Leikarar í verkinu eru um 25 talsins, á öllum aldri. Leikritið er hin besta skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Sýningar: 

Frumsýning: 11. október kl. 17:00
2. sýning: 12. október kl. 17:00
3. sýning: 14. október kl. 17:00
4. sýning: 15. október kl. 17:00
5. sýning: 18. október kl. 17:00
6. sýning: 19. október kl. 17:00

Getum við bætt efni þessarar síðu?