Fara í efni

Pétur Kristjánsson – Fikt og fræði / Tinkering ideas

Skaftfell fagnar þjóðhátíðardeginum með opnun sumarsýningar í sýningarsalnum:

Pétur Kristjánsson – Fikt og fræði / Tinkering ideas

17. júní – 5. september 2021

Skaftfell – Myndlistarmiðstöð Austurlands, Austurvegi 42, Seyðisfirði
Opnun: 17. júní, kl 16:00-18:00
Listamannaspjall: 19. júní, kl. 15:00 (á íslensku) og 20. júní, kl. 15:00 (á ensku)

Pétur Kristjánsson er ekki bara listamaður. Hann hefur búið á Seyðisfirði frá því á 9. áratugnum og stýrði Tækniminjasafni Austurlands þangað til nýverið og átti auk þess drjúgan þátt í að koma á fót Skaftfelli og Dieter Roth Akademíunni. Hann hefur í gegnum tíðina verið lykilmaður í menningarlífi bæjarins og unnið hörðum höndum að list sinni og á sama tíma skapað tækifæri fyrir aðra listamenn.

Pétur vinnur oft með það sem fellur til í samfélaginu og endurspeglar þannig gildismat okkar og fegurðarskyn. Hlutir sem fólk fleygir eða gefur upp á bátinn og hefur að þeirra mati tapað virði og jafnvel notagildi sitt. En í meðförum Péturs er þeim fundinn nýr útgangspunktur og hlutverk. Verk hans bjóða þannig upp á að við endurhugsum viðhorf okkar til hluta í kringum okkur og það er eiginlega óhjákvæmilegt að tengja verk Péturs við neysluhyggju nútímans og vegferð okkar í þeim efnum. En áhugi Péturs á hlutum á ekki síður rætur sínar að rekja í vangaveltum sínum um það hvaðan og hvernig þeir eru sprottnir og má segja að það sé útgangspunktur Péturs í þessari sýningu.

Hér teflir listamaðurinn fram hugmyndinni um að fiktið geti leitt að áhugaverðri og jafnvel verðmætri niðurstöðu og stillir þeim vangaveltum í samhengi við ofurtrú
nútímasamfélagsins á upplýsingu, gagnasöfnun og rökhugsun. Slík áhersla getur mögulega komið niður á færni okkar, skynjun og sjálfstrausti sem við hljótum með því að kynnast efninu og fá tilfinningu fyrir því með fikti og með því að prófa okkur áfram í óheftu sköpunarflæði. Myndasagan kemur einnig til sögunnar í framsetningu Péturs og er notuð sem eins konar filter á raunveruleikann og setur okkur þannig í stellingar að taka honum ekki of alvarlega.


Skaftfell is pleased to announce the opening of its summer exhibition:
Pétur Kristjánsson – Fikt og fræði / Tinkering ideas
June 17 – September 5, 2021
Skaftfell Center for Visual Art, Austurvegur 42, Seyðisfjörður
Opening: June 17, 16:00-18:00
Artist talk: June 19, 15:00 (in Icelandic) and June 20, 15:00 (in English)
Pétur Kristjánsson is more than an artist. A resident of Seyðisfjörður since the 1980s, he
played an important role in establishing Skaftfell and the Dieter Roth Academy, and has
until recently been the director of the Technical Museum of East Iceland. He has been a
key figure in the town's cultural life and has worked consistently on his art, while at the
same time creating opportunities for other artists.
Pétur often works with the detritus of our consumer society, in particular with objects that
are thrown away or abandoned. His work invites a reconsideration of the value we place
on the things that surround us, finding new uses and roles for broken and rejected
objects, and reflecting on what we find beautiful and valuable. These works offer a
critique of consumer society’s attitude towards the objects that surround and shape us.
The artist’s intense interest in objects is rooted in his speculations about where and how
they originated, and it can be said that this deep fascination with things and their life
cycles is Pétur's starting point for this exhibition.
In Tinkering ideas, Pétur’s artistic approach proposes that the act of tinkering – of
creating through fiddling and learning-by-doing – may enhance our skills, perceptions
and self-confidence through a self-guided learning about material, form, function and
context. At the same time, tinkering allows us to test ourselves in the unrestrained flow of
creation. The artist inserts his own speculations about objects into the context of modern
society, contrasting his almost alchemical approach to making and thinking with
modernism's excessive belief in information, data collection and rationality. As an
additional layer, Pétur uses the aesthetics of comics as a kind of filter on reality, which
suggests not taking anything within our perceived reality too seriously.

Getum við bætt efni þessarar síðu?