Fara í efni

Storm Duo Tónleikar

Íslensk-norska tvíeykið Storm Duo leikur fjölbreytta tónlist á harmóníku sem spannar frá þjóðlagatónlist til sígildrar tónlistar í Gamla bíósalnum í Herðubreið sunnudaginn 29. maí.

Ásta Soffía og Kristina, sem skipa Storm Duo, ólust báðar upp umvafnar þjóðlagahefð, hinni hefðbundnu harmóníkutónlist og við klassíska tónlist. Þær skoða menningartengslin á milli sinna heimasvæða (norður Íslands og vestur Noregs) í gegnum harmóníkuna. Þær leika á tónleikunum norska og íslenska þjóðlagatónlist og harmóníkutónlistina sem naut svo mikilla vinsælda á þeirra heimasvæðum á 20. öld. Einnig mun Storm Duo leika sígílda tónlist á harmóníku eftir Grieg og Bach og þannig sýna hversu alhliða hljóðfæri harmóníkan er.

Verið velkomin í Félagsheimilið Herðubreið sunnudaginn 29. maí. Tónleikarnir hefjast kl 18, kostar 3500,- inn og frítt fyrir 18 ára og yngri.

Tónleikarnir eru styrktir af Rannís, Kulturrådet og Múlaþingi.

Getum við bætt efni þessarar síðu?