Fara í efni

Búseta

Markmið með Búsetuþjónustu er að veita fjölbreytta og alhliða þjónustu sem miðar að því að skapa fólki aðstæður til að geta búið sem lengst á einkaheimilum, lifað sem eðlilegustu lífi og tekið þátt í samfélaginu.

Aðstoð er veitt einstaklingum/fjölskyldum sem vegna félagslegra erfiðleika eða skerðingar á færni sökum veikinda, hækkandi aldurs eða fötlunar, þurfa aðstoð við að halda heimili og/eða að sjá sér fyrir húsnæði. Meðal þjónustuúrræða sem eru í boði er stuðningsþjónusta í formi félagslegrar heimaþjónusta og liðveisla og stoðþjónusta sem er sérstakur stuðningur við fatlað fólk.

Samþykktir og reglur sem félagsþjónustan starfar samkvæmt má finna hér og umsóknir um þjónustu- /-aðstoð má finna hér.

Ársalir bs., Fljótsdalshéraði

Ársalir bs. er sameiginlegt félag tveggja sveitarfélaga; Múlaþings og Fljótsdalshrepps.Tilgangur félagsins er að byggja, kaupa, eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæðis til íbúa 60 ára og eldri á starfssvæði félagsins. Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni.

Leiguíbúðir Ársala eru á Egilsstöðum í:

Hamragerði 5, þar eru 5 tveggja íbúðir og 7 þriggja herbergja íbúðir,
Lagarási 17, þar eru 6 einstaklingsíbúðir og
Lagarási 21-33, þar eru 6 einstaklingsíbúðir og ein stærri íbúð.

Sótt eru um leiguíbúðirnar með því að fylla út umsóknarblað og senda það á Ársali.Umsjónarmaður Ársala er Hreinn Halldórsson, sími 866 5582 arsalir@mulathing.is.

Skrifstofa Ársala er í Lagarási 17, inngangur B, Egilsstöðum.

Múlavegur 18-40, Seyðisfirði

 

Síðast uppfært 07. júlí 2021
Var efnið á síðunni hjálplegt?