Fara í efni

Búseta

Markmið með Búsetuþjónustu er að veita fjölbreytta og alhliða þjónustu sem miðar að því að skapa fólki aðstæður til að geta búið sem lengst á einkaheimilum, lifað sem eðlilegustu lífi og tekið þátt í samfélaginu. Aðstoð er veitt einstaklingum/fjölskyldum sem vegna félagslegra erfiðleika eða skerðingar á færni sökum veikinda, hækkandi aldurs eða fötlunar, þurfa aðstoð við að halda heimili og/eða að sjá sér fyrir húsnæði. Meðal þjónustuúrræða sem eru í boði er stuðningsþjónusta í formi félagslegrar heimaþjónusta og liðveisla og stoðþjónusta sem er sérstakur stuðningur við fatlað fólk.

Samþykktir og reglur sem félagsþjónustan starfar samkvæmt má finna hér og umsóknir um þjónustu- /-aðstoð má finna hér.

 

 

 

Síðast uppfært 21. október 2020
Var efnið á síðunni hjálplegt?