Fara í efni

Búseta

Markmið með Búsetuþjónustu er að veita fjölbreytta og alhliða þjónustu sem miðar að því að skapa fólki aðstæður til að geta búið sem lengst á einkaheimilum, lifað sem eðlilegustu lífi og tekið þátt í samfélaginu.

Aðstoð er veitt einstaklingum/fjölskyldum sem vegna félagslegra erfiðleika eða skerðingar á færni sökum veikinda, hækkandi aldurs eða fötlunar, þurfa aðstoð við að halda heimili og/eða að sjá sér fyrir húsnæði.

Meðal þjónustuúrræða sem eru í boði er stuðningsþjónusta í formi félagslegrar heimaþjónusta og liðveisla og stoðþjónusta sem er sérstakur stuðningur við fatlað fólk.

Ferðaþjónusta

Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er veitt samkvæmt 29. grein laga um félagsþjónustu sveitarfélaga númer 40/1991. Markmið þjónustunnar er að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki vegna fötlunar kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda.

Sjá nánar um fyrirkomulag þjónustunnar í reglum um ferðaþjónustu.

Sótt er um ferðaþjónustu á mínar síður. Í einstaka tilvikum er eldri borgurum veitt ferðaþjónusta.

Félagsleg heimaþjónusta

Með félagslegri heimaþjónustu skal stefnt að því að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsum við sem eðlilegastar aðstæður. Með félagslegri heimaþjónustu er átt við hvers konar aðstoð við heimilishald, persónulega umhirðu, félagslegan stuðning, gæslu og umönnun barna og unglinga.

Sótt er um félagslega heimaþjónustu á þar til gerðum umsóknum. Sjá nánar um fyrirkomulag þjónustunnar í reglum um félagslega heimaþjónustu. Með umsókn skal fylgja staðfest afrit af skattskýrslu. Að auki skal fylgja læknisvottorð eða hjúkrunarbréf ef sótt er um þjónustu þar sem geta er skert vegna veikinda. Fyrir félagslega heimaþjónustu skal greitt samkvæmt gjaldskrá og miðast greiðslur við tekjur og handbært fé notanda.

Félagslegar leiguíbúðir

Félagslegum leiguíbúðum í eigu sveitarfélagsins er úthlutað samkvæmt reglum um félagslegt húsnæði. Hér má finna umsókn um félagslegar íbúðir, en einnig má sækja um rafrænt á mínar síður

Heimsending matar

Heimsending matar er veitt samkvæmt reglum um félagslega heimaþjónustu. Þjónustan er niðurgreidd af sveitarfélagi og er þörf metin í hverju tilfelli fyrir sig. Sótt er um heimsendan mat á þar til gerðum umsóknum.

Húsnæðisbætur 

Húsnæðisbætur eru veittar samkvæmt lögum númer 75/2016. Sótt er um húsnæðisbætur á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar

Sérstakur húsnæðisstuðningur:

Stuðningurinn er ætlaður einstaklingum og fjölskyldum sem þurfa félagslega aðstoð til að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar og- /eða annarra félagslegra erfiðleika. Úthlutað er samkvæmt reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Sótt er um sérstakan húsnæðisstuðning á þar til gerðum umsóknum.

Sérstakur húsnæðisstuðningur vegna 15 - 17 ára barna

Húsnæðisstuðningur til foreldra eða forsjáraðila 15 - 17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili er veittur án tillits til húsnæðisbóta og án þess að fram fari mat á tekjum og eignum. Úthlutað er samkvæmt reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Hér má finna umsókn um húsnæðisstuðning vegna 15 - 17 ára.

Liðveisla

 

Notendastýrð persónulega þjónusta

Lög um málefni fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir númer 38/2018 er kveðið á um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA).

Notendastýrð persónuleg þjónusta er byggð á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Í reglum félagsþjónustunnar um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk er tekið mið af handbók um NPA og leiðbeinandi reglum um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Félagsþjónustan tekur á móti umsóknum til dæmis í formi bréfs.

Lög um málefni fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir númer 38/2018 er kveðið á um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA).

Notendastýrð persónuleg þjónusta er byggð á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Í reglum félagsþjónustunnar um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk er tekið mið af handbók um NPA og leiðbeinandi reglum um innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar. Félagsþjónustan tekur á móti umsóknum til dæmis í formi bréfs.

Þjónusta á heimilum fatlaðs fólks

Þjónusta á heimilum fatlaðs fólks er veitt samkvæmt Lögum um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir. Um er að ræða persónulega aðstoð við athafnir daglegs lífs sem kemur til viðbótar við stuðningsþjónustu sem er veitt samkvæmt Lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna.

Markmiðið er að gera fólki með fötlun kleift að búa á eigin heimili í samræmi við þarfir og óskir hvers og eins. Um getur verið að ræða félagslegar leiguíbúðir eða sértækt húsnæðisúrræði. Sótt er um húsnæðisúrræði á þar til gerðum umsóknum.

 

tengill á síðu Samþykktir og reglur sem félagsþjónustan starfar samkvæmt má finna hér

tengill á síðu Umsóknir um þjónustu- /-aðstoð má finna hér.

Síðast uppfært 24. október 2022
Getum við bætt efni þessarar síðu?