Ársalir bs. er sameiginlegt félag tveggja sveitarfélaga, Múlaþings og Fljótsdalshrepps.
Tilgangur félagsins er að byggja, kaupa, eiga og hafa umsjón með rekstri leiguhúsnæðis til íbúa, 60 ára og eldri á starfssvæði félagsins. Félagið er ekki rekið í hagnaðarskyni.
Leiguíbúðir Ársala eru á Egilsstöðum í:
- Hamragerði 5, þar eru 5 tveggja herbergja íbúðir og 7 þriggja herbergja íbúðir.
- Lagarási 17, þar eru 6 einstaklingsíbúðir.
- Lagarási 21-39, þar eru 10 tveggja herbergja íbúðir. Áætlað er að afhenda íbúðirnar í Lagarási 21-39 um mánaðamótin nóvember/desember 2022.
Sótt eru um leiguíbúðirnar hér.
Samþykkt fyrir Ársali 
Umsjónarmaður Ársala er Hreinn Halldórsson, sími 866 5582 arsalir@mulathing.is.
Skrifstofa Ársala er í Lagarási 17, inngangur B, Egilsstöðum.