Fara í efni

Þjónusta við fatlað fólk á heimilum sínum

Þjónusta á heimilum fatlaðs fólks er veitt skv. Lögum um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir. Um er að ræða persónulega aðstoð við athafnir daglegs lífs sem kemur til viðbótar við stuðningsþjónustu sem er veitt skv. Lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna.

Markmiðið er að gera fólki með fötlun kleift að búa á eigin heimili í samræmi við þarfir og óskir hvers og eins. Um getur verið að ræða félagslegar leiguíbúðir eða sértækt húsnæðisúrræði. Sótt er um húsnæðisúrræði á  þar til gerðum umsóknareyðublöðum.

Síðast uppfært 16. október 2020
Getum við bætt efni þessarar síðu?