Fara í efni

Bókasöfn

Bókasöfn

Bókasafn Héraðsbúa er til húsa í byggingu Safnahússins við Laufskóga 1 á Egilsstöðum. Í húsinu er einnig Minjasafn Austurlands og Héraðsskjalasafn Austurlands. Bókasafnið er staðsett í notalegu rými í risi hússins og hefur að geyma um 20.000 bindi, mest íslenskar bækur. Safnið er tengt Landskerfi bókasafna, leitir.is. Ef þú átt gilt skírteini á Bókasafni Héraðbúa geturðu fengið erlendar rafbækur og hljóðbækur að láni í Rafbókasafninu. Leiðbeiningar og upplýsingar um Rafbókasafnið má sjá hér.

Laufskógar 1
700 Egilsstaðir
Sími: 470 0745
Netfang: bokasafn.heradsbua@mulathing.is
Facebooksíða bókasafnsins

Bókasafn Djúpavogs er staðsett í húsnæði Djúpavogsskóla. Bókasafnið er bæði skóla- og héraðsbókasafn. Skólasafnið er opið alla daga en héraðskjalasafnið er opið á þriðjudögum frá 16 - 19.

Vörðu 6
765 Djúpivogur
Sími: 478 - 8836 á skólatíma / 895 - 9750 á bókasafni
Netfang bokasafn@djupivogur.is
Nánari upplýsingar um bókasafnið

Bókasafn Seyðisfjarðar var stofnað árið 1892 og var Amtsbókasafn Austuramts allt fram á áttunda áratug síðustu aldar. Safnkosturinn er aðallega íslenskar bækur, tímarit og hljóðbækur.

Skólavegur 1
Sími: 470-2339
Netfang: bokasafn@sfk.is
Facebooksíða
Nánari upplýsingar um bókasafnið

Síðast uppfært 02. nóvember 2020
Var efnið á síðunni hjálplegt?