Fara í efni

Skipulag í auglýsingu og fylgigögn

Nýtt deiliskipulag, varnargarðar undir Bjólfi

Skipulagsfulltrúi auglýsir hér tillögu að deiliskipulagi fyrir snjóflóðavarnargarða undir Bjólfshlíðum á Seyðisfirði.
Lesa

Breyting á aðalskipulagi Seyðisfjarðar, ofanflóðavarnir undir Bjólfshlíðum

Auglýst er breyting á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 - 2030 vegna byggingu þriggja varnargarða undir Bjólfshlíðum. Breytingin felur jafnframt í sér skilgreiningu á efnistökusvæði í tengslum við uppbyggingu varnargarða, afmörkun skógræktar- og landgræðslusvæðis, breytingu á jafnáhættulínum vegna ofanflóða og skilgreiningu afþreyingar- og ferðamannasvæðis fyrir húsbíla.
Lesa

Davíðsstaðir, breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag

Auglýst er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er varðar breytingu á landnotkun á Davíðsstöðum (áður Hleinagarður III). Samhliða er auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Davíðsstaði.
Lesa

Múlaþing - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir grunnskóla og leikskóla við Einhleyping í Fellabæ Sveitarstjórn Múlaþings auglýsir hér með tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir grunnskóla og leikskóla í Fellabæ, skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa

Frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum vegna framleiðslu á laxi í Seyðisfirði

Fiskeldi Austfjarða hf. hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna 10.000 tonna framleiðslu á laxi í Seyðisfirði. Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir.
Lesa

Grenndarkynning - Vesturvegur 4

Á fundi umhverfis- og framkvæmdarráðs þann 18. nóvember 2020 var ákveðið að láta fara fram grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á eftirfarandi tillögum: 202010499 - Vesturvegur 4 – umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Um er að ræða byggingarleyfi vegna breytinga á íbúðarhúsi við Vesturveg 4 á Seyðisfirði í verslunar- og þjónustuhús í samræmi við framlögð kynningargögn, dags. 11. október 2020.
Lesa

Grenndarkynning - Skólavegur 1

Á fundi umhverfis- og framkvæmdarráðs þann 18. nóvember 2020 var ákveðið að láta fara fram grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á eftirfarandi tillögum: 202011018 – Skólavegur 1 – umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Um er að ræða byggingarleyfi fyrir aukaskólastofur við Skólaveg 1, Rauðaskóla á Seyðisfirði í samræmi við framlögð kynningargögn, dags. 6. október 2020. Ábendingum eða athugasemdum skulu senda í síðasta lagi þann 17. desember 2020 í tölvupósti á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is.
Lesa

Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 - 2030. Kynningarfundur.

Á morgun, þriðjudaginn 24. nóvember, klukkan 17:00 verður kynningarfjarfundur um skipulagslýsinguna. Vegna samkomutakmarkana og sóttvarnarráðstafana fer fundurinn fram í gegnum Facebook síðu Múlaþings. Áformað er að reisa snjóflóðavarnagarða á Seyðisfirði undir Bjólfshlíðum. Gert er ráð fyrir að varnargarðarnir verði þrír og nefnast þeir Bakkagarður, Fjarðargarður og Öldugarður. Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta öryggi íbúa Seyðisfjarðar gagnvart snjóflóðum. Fyrirhugaðar snjóflóðavarnir samræmast ekki gildandi aðalskipulagi og ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið. Áður en framkvæmdarleyfi er veitt þarf að gera breytingarnar á aðalskipulaginu þar sem gerð verður grein fyrir varnarmannvirkjunum og leggja fram deiliskipulag
Lesa

Tillaga að deiliskipulagi Djúpivogur - uppbygging á athafnasvæði við Háukletta - deiliskipulag

Í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að deiliskipulagi fyrir uppbyggingu á athafnasvæði við Háukletta (greinargerð dags. 28. ágúst 2020 m.s.br. / uppdráttur dags. 17. ágúst 2020). Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir byggingu athafnahúsnæðis (allt að 2.500 m2 að stærð), ásamt færslu á jarðvegsmön. Afmörkuð er lóð og byggingareitur ásamt aðkomuleið.
Lesa

Breyting á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þ. 2. september 2020 að auglýsa að nýju tillögu að breytingu á deiliskipulagi flugvallar á Egilsstöðum, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt greinargerð með tilkynningu til Skipulagsstofnunar vegna ákvörðunar um matsskyldu sbr. 2. mgr. 6.gr. laga um mat a umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og umhverfisskýrslu.
Lesa
Var efnið á síðunni hjálplegt?