Fara í efni

Skipulag í auglýsingu og fylgigögn

Innri Gleðivík Djúpavogi

Heimastjórn Djúpavogs hefur samþykkt á fundi sínum þann 16. apríl sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Innri-Gleðivík, uppbygging á athafnasvæði við Háukletta, skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020. Tillagan er auglýst að nýju vegna smávægilegra breytinga í skipulagsgreinargerð sem fela í sér breyttar tölur. Gólfkóti byggingar verður í 8,5 m y.s. og hámarkshæð byggingar verður 11 m eða 19,5 m y.s.
Lesa

Valgerðarstaðir Fljótsdalshéraði

Viðfangsefni hins nýja deiliskipulags er iðnaðar- og athafnasvæði innan þéttbýlismarka Egilsstaða og Fellabæjar. Svæðið er staðsett nyrst í byggðinni, norðan við Austurlandsveg nr 1 og suðaustan við Urriðavatn. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið og er því um að ræða nýtt deiliskipulag sem samræmist gildandi Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Í deiliskipulaginu verða afmarkaðar lóðir, settir byggingarskilmálar, gerð grein fyrir götum, bílastæðum o.fl.
Lesa

Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010 - 2030. Aðalskipulagsbreyting vegna námu í Stafdal

Breytingin felur í sér að skilgreina efnistökusvæði í Stafdal í norðanverðum Efri Staf í Seyðisfirði. Fyrirhugað er að taka 45.000 m³ af efni af svæðinu sem nær yfir 9.000 m² svæði. Fast berg verður losað með sprengingum. Svæðið er austan við Stafdalsá um 500 m utar og neðar í Stafdal, fjær skíðasvæðinu. Svæðið er á grannsvæði vatnsverndar. Efnið af svæðinu verður m.a. notað í sjóvarnargarð við Seyðisfjörð og önnur verkefni innan sveitarfélagsins.
Lesa

Hafrafell – Merkjadalur Fljótsdalshéraði

Sveitarstjórn Múlaþings auglýsir hér með kynningu þar sem íbúar geta kynnt sér skipulags- og matslýsinguna skv. ákv. gr. 5.2.4 í skipulagsreglugerð.
Lesa

Grenndarkynning - uppsetning hundagerðis á Egilsstöðum

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfesti á fundi sínum 29. mars 2021 bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings frá 3. mars 2021 um að fyrirhuguð uppsetning hundagerðis á Egilsstöðum skyldi grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdin felur í sér uppsetningu á 140 cm hárri girðingu með tvöföldu gönguhliði auk aksturshliðs. Staurar meðfram göngustíg verða steyptir niður og panel-girðing á milli en við hinar þrjár hliðarnar, sem liggja meðfram skurðum, er gert ráð fyrir hefðbundinni netagirðingu.
Lesa

Grenndarkynning - Lagarfossvirkjun og nágrenni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs staðfesti á fundi sínum 29. mars 2021 bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings frá 24. mars 2021 um að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Lagarfossvirkjunar og nágrennis frá árinu 2005 þar sem byggingareit fyrir allt að 500 m2 skemmu í tengslum við starfsemi svæðisins er bætt inn á uppdrátt og skilmálum vegna þess er bætt við greinargerð.
Lesa

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Álfaás á Fljótsdalshéraði

Sveitarstjórn Múlaþings auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir Álfaás á Fljótsdalshéraði, skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur það í sér að heimilt verði að hafa allt að 38 gistirými á svæðinu, skv. skilmálum sem fram koma í tillögunni. Ketilsstaðir eru m 5,5 km sunnan við Egilsstaði á svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Svæðið sem um ræðir er um 12,8 ha að stærð og afmarkast norðan af Höfðaá, að sunnan af landamerkjum Stóruvíkur og girðingu sunnan aðkomuvegar að Stóruvík og að vestan af Lagarfljóti.
Lesa

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Grástein á Fljótsdalshéraði

Sveitarstjórn Múlaþings auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir Grástein á Fljótsdalshéraði, skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Aðkoma að skipulagssvæðinu er nú um Borgarfjarðarveg og bráðabirgðaveg frá heimreið að Randabergi.Tillaga að deiliskipulagi liggur austan við Borgarfjarðarveg innan landnotkunarfláka L1 aðalskipulags og afmarkast til vesturs og suðurs af landnotkun A5, atvinnusvæði aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028.
Lesa

Grenndarkynning á framkvæmdum við Djúpavogskirkju

Heimastjórn Djúpavogs staðfesti á fundi sínum 29. mars 2021 bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings frá 24. mars 2021 um að fyrirhugaðar framkvæmdir við Djúpavogskirkju skyldu grenndarkynntar í samræmi við 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun ráðsins gerir ráð fyrir því að arkitekt kirkjunnar verði umsagnaraðili áformanna en þau verði jafnframt kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins og íbúum gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum.
Lesa

Tillaga að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð við Garðarsveg á Seyðisfirði

Sveitarstjórn Múlaþings auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð við Garðarsveg á Seyðisfirði, skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við ákvörðun heimastjórnar Seyðisfjarðar frá 8.mars 2021. Tillagan er auglýst að nýju vegna smávægilegra breytinga á skipulagsuppdrætti og greinargerð.
Lesa
Var efnið á síðunni hjálplegt?