Fara í efni

Lóðaúthlutun, Djúpivogur, Borgarland

Málsnúmer 202403173

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 113. fundur - 15.04.2024

Breyting á deiliskipulagi efsta hluta Borgarlands á Djúpavogi tók gildi 21. desember 2023 og gatna- og lagnahönnun innan skipulagsmarka breytingarinnar er lokið. Liggur fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði að ákvarða um úthlutun lóðanna samkvæmt reglum um úthlutun lóða hjá Múlaþingi. Um er að ræða íbúðarhúsalóðir við Borgarland 23, 25, 27, 29, 48 og 50.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að um úthlutun lóða fari samkvæmt lið a) í 3. gr. reglna um úthlutun lóða hjá Múlaþingi. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?