Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

113. fundur 15. apríl 2024 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Stefán Aspar Stefánsson, verkefnastjóri umhverfismála, sat fundinn undir liðum nr. 1-3.
Sigurður Jónsson, skipulagsfulltrúi, sat fundinn undir liðum nr. 4-9.
Björn Ingimarsson, hafnarstjóri, sat fundinn undir lið nr. 15.

1.Styrkbeiðni vegna landvörslu á Víknarslóðum 2024

Málsnúmer 202403088Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Í samræmi við bókun frá 112.fundi ráðsins eru lögð fyrir drög að samningi við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahóp Borgarfjarðar vegna landvörslu á Víknaslóðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi en veitir jafnframt verkefnastjóra umhverfismála heimild til að fullvinna samninginn í samráði við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Ferðarmálahóp Borgarfjarða.

Samþykkt samhljóða.

2.Innsent erindi, Strætisvagn við Meyjarskemmu á Seyðisfirði

Málsnúmer 202404058Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur fyrirspurn frá Jóni Halldóri Guðmundssyni, fyrir hönd Jóhanns Björns Sveinbjörnssonar fulltrúa félags eldri borgara á Seyðisfirði um hvort hægt sé að láta fjarlægja strætisvagn sem stendur á svæðinu milli Öldutúns og Meyjarskemmu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra umhverfismála að tilkynna málið til Heilbrigðiseftirlits Austurlands í samræmi við ákvæði samþykktar sveitarfélagsins um umgengni og þrifnað utanhúss.

Samþykkt samhljóða.

3.Saman gegn sóun, úrgangsforvarnarstefna Umhverfisstofnunar

Málsnúmer 202404035Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Vakin er athygli á opnum fundi Umhverfisstofnunar, Saman gegn sóun, sem haldinn verður í Valaskjálf á Egilsstöðum 22. apríl næstkomandi kl. 13-15:30. Fundinum verður einnig streymt.
Fundurinn er liður í vinnu Umhverfisstofnunar við endurskoðun og mótun nýrrar stefnu um úrgangsforvarnir. Þátttakendum í fundinum gefst tækifæri til að fræðast um þau tækifæri sem liggja í bættri nýtingu og minni sóun og koma með tillögur að aðgerðum.

Lagt fram til kynningar.

4.Deiliskipulag, Hafrafell Merkjadalur

Málsnúmer 202103163Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur erindi frá málsaðila varðandi staðsetningu nýrrar vegtengingar í nýju deiliskipulagi frístundabyggðar við Merkjadal. Málsaðila hugnast ekki sú staðsetning sem ráðið lagði til á fundi 4. mars sl. að yrði skoðuð við frágang skipulagstillögu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð stendur við fyrri bókun sína sem samþykkt var á 110. fundi og getur ekki fallist á að gert sé ráð fyrir umræddri vegtengingu í deiliskipulagstillögunni, með tilliti til öryggissjónarmiða.

Samþykkt samhljóða.

5.Deiliskipulag, Jökuldalur, Klaustursel

Málsnúmer 202111169Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Skipulagsstofnun hefur farið yfir nýtt deiliskipulag í landi Klaustursels að lokinni auglýsingu í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga. Stofnunin fer fram á að skipulagið verði auglýst að nýju vegna ósamræmis við aðalskipulag.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta uppfæra skipulagstillöguna til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Jafnframt samþykkir ráðið að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða.

6.Deiliskipulagsbreyting, Unalækur á Völlum

Málsnúmer 202309037Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Vinnslutillaga vegna breytinga á deiliskipulagi Unalækjar var kynnt með athugasemdafresti til og með 12. janúar 2024. Fyrir ráðinu liggja athugasemdir og umsagnir sem bárust á kynningartíma.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir athugasemdir og umsagnir sem fram komu við kynningu vinnslutillögunnar ásamt gögnum um viðbrögð málsaðila við þeim. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að láta útfæra skipulagstillögu með tilliti til þeirra samtala sem málsaðili hefur átt við HEF veitur og Slökkvilið Múlaþings.
Jafnframt telur umhverfis- og framkvæmdaráð, í ljósi þeirra athugasemda sem bárust frá lóðarhöfum á skipulagssvæðinu, að falla skuli frá áformum um heimild til gistireksturs á lóðum nr. 13 og 15 við Ásgötu.

Samþykkt samhljóða.

7.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Dælulögn Langatanga

Málsnúmer 202403223Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn frá HEF veitum ehf. um leyfi vegna framkvæmda við nýja dælulögn út á Langatanga á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirhuguð áform. Sett verði skilyrði í framkvæmdaleyfi að leitað verði til Náttúrustofu Austurlands um ráðleggingar varðandi heppilegan framkvæmdatíma á óröskuðum svæðum á Langatanga með tilliti til varptíma fugla sbr. athugasemdir sem komið hafa fram við vinnslu skipulagsáætlunar.
Fyrirhuguð framkvæmd er að hluta til innan skipulagsmarka Verndarsvæðis við Voginn en á þeirri forsendu að um er að ræða lagnaframkvæmdir í núverandi vegstæði (og tilheyrir landslagsheild sem metin er með lágt varðveislugildi) er ekki talin ástæða til að vísa málinu til sveitarstjórnar líkt og fram kemur í 4. mgr. 6. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015.

Samþykkt samhljóða.

8.Umsókn um byggingarleyfi, Tunga, 720,

Málsnúmer 202402210Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarleyfi vegna byggingar íbúðarhúss á lóðinni Tungu (L230642) á Borgarfirði. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda Borgar og Tunguhóls.

Samþykkt samhljóða.

9.Umsókn um stofnun lóðar, Borgarfjörður, Kaupfélagsreitur

Málsnúmer 202310059Vakta málsnúmer

RARIK ohf. hefur óskað eftir rúmlega 100 m2 lóð undir spennistöð við Bakkaveg á Borgarfirði. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar lóðarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta grenndarkynna nýja lóð fyrir fasteignaeigendum Steinholts, Kaupfélagslóðar og Kögurs.

Samþykkt samhljóða.

10.Umsókn um lóð, Austurtún 10

Málsnúmer 202403116Vakta málsnúmer

Lögð er fram beiðni frá ÞHG. ehf, lóðarhöfum við Austurtún 10 á Egilsstöðum, um heimild til að fá útgefinn lóðaleigusamning með vísan til 7. greinar reglna Múlaþings um úthlutun lóða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur ekki forsendur til að heimila útgáfu lóðaleigusamnings á þessum tímapunkti og getur því ekki orðið við erindinu.

Samþykkt samljóða.

11.Umsókn um lóð, Austurtún 12

Málsnúmer 202310050Vakta málsnúmer

Lögð er fram beiðni frá ÞHG. ehf, lóðarhöfum við Austurtún 12 á Egilsstöðum, um heimild til að fá útgefinn lóðaleigusamning með vísan til 7. greinar reglna Múlaþings um úthlutun lóða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur ekki forsendur til að heimila útgáfu lóðaleigusamnings á þessum tímapunkti og getur því ekki orðið við erindinu.

Samþykkt samljóða.

12.Lóðaúthlutun, Djúpivogur, Borgarland

Málsnúmer 202403173Vakta málsnúmer

Breyting á deiliskipulagi efsta hluta Borgarlands á Djúpavogi tók gildi 21. desember 2023 og gatna- og lagnahönnun innan skipulagsmarka breytingarinnar er lokið. Liggur fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði að ákvarða um úthlutun lóðanna samkvæmt reglum um úthlutun lóða hjá Múlaþingi. Um er að ræða íbúðarhúsalóðir við Borgarland 23, 25, 27, 29, 48 og 50.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að um úthlutun lóða fari samkvæmt lið a) í 3. gr. reglna um úthlutun lóða hjá Múlaþingi. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða.

13.Lóðaúthlutun, Djúpivogur, Víkurland

Málsnúmer 202404062Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Nýtt deiliskipulagi athafna- og hafnasvæðis við Innri Gleðivík á Djúpavogi tók gildi 5. janúar 2024 og gatna- og lagnahönnun innan skipulagsmarka breytingarinnar er lokið. Liggur fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði að ákvarða um úthlutun lóðanna samkvæmt reglum um úthlutun lóða hjá Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að um úthlutun lóða fari samkvæmt lið a) í 3. gr. reglna um úthlutun lóða hjá Múlaþingi. Eftirfarandi lóðir verði auglýstar í þessum fyrsta áfanga: Víkurland 8, 9A, 10A, 10B, 12 og 14. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða.

14.Samráðsgátt. Endurskoðun laga um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Málsnúmer 202403191Vakta málsnúmer

Starfshópur Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins kynnir í Samráðsgátt áform um breytingu á lögum nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun með það að markmiði að tryggja ábyrga og skynsamlega nýtingu og vernd landsvæða og orkukosta á Íslandi (mál nr. S-79/2024). Frestur til athugasemda er 18. apríl 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Formanni ráðsins falið að skila inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 (PH, ÁMS og ÁHB) sitja hjá.

Fulltrúar V-lista (PH og ÁMS) lögðu fram eftirfarandi bókun:
Með þeim frumdrögum að umsögn frá Samtökum orkusveitarfélaga sem liggja fyrir felst viss hvatning til þess að opna heiðar og lönd landsins fyrir vindorkukostum, á þann hátt að það yrði í versta falli á kostnað náttúru- og menningarminja. Því erum við algjörlega andvíg.

15.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 612003 (gjaldtaka, rafræn vöktun o.fl.). 830. mál.

Málsnúmer 202403240Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur óskað eftir umsögn við frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003 (gjaldtaka, rafræn vöktun o.fl.). Frestur til athugasemda er 15. apríl 2024.

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

16.Innsent erindi, Vetrarþjónusta á Jökuldalsvegi

Málsnúmer 202404074Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi frá Sigvalda H Ragnarssyni, Hákonarstöðum á Jökuldal, varðandi vetrarþjónustu á Jökuldalsvegi 923 að Stuðlagili. Erindið var jafnframt sent á forstjóra Vegagerðarinnar auk svæðisstjóra á Austurlandi.
Skorað er á sveitarfélagið og Vegagerðina að sameinast um að bæta úr vetrarþjónustu og merkingum en einnig að hlutast til um að komið verði á símasambandi á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fer þess á leit við Vegagerðina að starfsfólk hennar komi inn á fund ráðsins og ræði vetrarþjónustu í sveitarfélaginu í tengslum við fyrirliggjandi erindi.
Ráðið beinir því jafnframt til byggðaráðs að bregðast við ákalli um bætta símaþjónustu eins og fram kemur í erindinu.

Samþykkt samhljóða.

17.Innsent erindi, fyrirspurn um afnot af landi undir rekstur hreindýragarðs

Málsnúmer 202403097Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur fyrirspurn frá Birni Magnússyni um afnot af landi, innan við Búðará ofan Fossgötu, undir rekstur hreindýragarðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki fallist á fyrirliggjandi beiðni á þeirri forsendu að umrætt svæði tilheyrir fyrirhuguðu framkvæmdasvæði vegna gerðar ofanflóðavarna úr Botnum.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?