Fara í efni

Innsent erindi, Strætisvagn við Meyjarskemmu á Seyðisfirði

Málsnúmer 202404058

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 113. fundur - 15.04.2024

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur fyrirspurn frá Jóni Halldóri Guðmundssyni, fyrir hönd Jóhanns Björns Sveinbjörnssonar fulltrúa félags eldri borgara á Seyðisfirði um hvort hægt sé að láta fjarlægja strætisvagn sem stendur á svæðinu milli Öldutúns og Meyjarskemmu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra umhverfismála að tilkynna málið til Heilbrigðiseftirlits Austurlands í samræmi við ákvæði samþykktar sveitarfélagsins um umgengni og þrifnað utanhúss.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 46. fundur - 02.05.2024

Stefán Aspar Verkefnastjóri umhverfismála kom inn á fundinn undir þessum lið.
Fyrir heimastjórn Seyðisfjarðar liggur fyrirspurn dags 9. apríl 2024 frá Jóni Halldóri Guðmundssyni, fyrir hönd Jóhanns Björns Sveinbjörnssonar fulltrúa félags eldri borgara á Seyðisfirði um hvort hægt sé að láta fjarlægja strætisvagn sem stendur á svæðinu milli Öldutúns og Meyjarskemmu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar Stefáni Aspar fyrir greinagóð svör og felur fulltrúa sveitarstjóra að koma upplýsingum á framfæri við fyrirspyrjanda.




Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 08:35
Getum við bætt efni þessarar síðu?