Fara í efni

Innsent erindi, Vetrarþjónusta á Jökuldalsvegi

Málsnúmer 202404074

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 113. fundur - 15.04.2024

Lagt er fram erindi frá Sigvalda H Ragnarssyni, Hákonarstöðum á Jökuldal, varðandi vetrarþjónustu á Jökuldalsvegi 923 að Stuðlagili. Erindið var jafnframt sent á forstjóra Vegagerðarinnar auk svæðisstjóra á Austurlandi.
Skorað er á sveitarfélagið og Vegagerðina að sameinast um að bæta úr vetrarþjónustu og merkingum en einnig að hlutast til um að komið verði á símasambandi á svæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fer þess á leit við Vegagerðina að starfsfólk hennar komi inn á fund ráðsins og ræði vetrarþjónustu í sveitarfélaginu í tengslum við fyrirliggjandi erindi.
Ráðið beinir því jafnframt til byggðaráðs að bregðast við ákalli um bætta símaþjónustu eins og fram kemur í erindinu.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 114. fundur - 23.04.2024

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 15.04.2024, þar sem því er beint til byggðaráðs að bregðast við ákalli um bætta símaþjónustu á vegkaflanum frá þjóðvegi 1 að Stuðlagili.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir þær áherslur er fram koma m.a. í fyrirliggjandi erindi varðandi vetrarþjónustu á Jökuldalsvegi að mikilvægt sé að símaþjónustan á vegkaflanum frá þjóðvegi 1 að Stuðlagili verði bætt. Sveitarstjóra falið að koma þessu á framfæri til viðeigandi aðila.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 115. fundur - 29.04.2024

Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austursvæði, Sveinn Sveinsson, og yfirverkstjóri í Fellabæ, Jens Hilmarsson, sitja fundinn undir þessum lið og gera grein fyrir fyrirkomulagi við vetrarþjónustu í Múlaþingi, sbr. bókun frá 113. fundi ráðsins þar sem tekið var fyrir erindi um vetrarþjónustu á Jökuldalsvegi.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?