Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

37. fundur 14. júní 2023 kl. 13:00 - 16:50 í Herðubreið, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2024 - 2027

Málsnúmer 202306001Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnti tillögu að rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings 2024 og þriggja ára áætlunar 2025 til 2027.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, Björn Ingimarsson og Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir rammaáætlunina eins og hún liggur fyrir fundinum og vísar henni til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar á komandi hausti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Samþykktir um starfskjör kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 202010402Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs Múlaþings, dags. 16.05.23, varðandi samþykktir um starfskjör kjörinna fulltrúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu byggðaráðs staðfestir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi uppfærðar tillögur að samþykktum um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi og felur skrifstofustjóra sjá til að þær verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202208012Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað þar sem gerð er grein fyrir fundum er sveitarstjóri, formaður byggðaráðs og forseti sveitarstjórnar áttu í Reykjavík, dagana 25. og 26. maí sl., með ráðherrum, þingmönnum og starfsfólki ráðuneyta um fyrirhuguð Farðarheiðargöng.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Eyþór Stefánsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir sem svaraði fyrirspurn Þrastar Jónssonar, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ívar Karl Hafliðason, Björn Ingimarsson og Þröstur Jónsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings fagnar því að Fjarðarheiðargöng séu fremst á lista yfir ný göng á nýkynntri tillögu að samgönguáætlun en ítrekar nauðsyn þess að klára hringtengingu Austurlands í beinu framhaldi af framkvæmdum við Fjarðarheiðargöng. Fjarðarheiðargöng eru einu göngin á Íslandi sem eru fullhönnuð og um þau ríkir sátt innan SSA sem staðfest var með svæðisskipulagi Austurlands, sem samþykkt var af öllum sveitarstjórnum sl. haust, en þar koma m.a. skýrt fram áherslur varðandi jarðgöng á Austurlandi þar sem Fjarðarheiðargöng eru í forgangi.

Sveitarstjórn Múlaþings vísar annars almennri umfjöllun um tillögu að samgönguáætlun og gerð umsagnar fyrir hönd sveitarfélagsins til byggðaráðs sem fer með fullnaðarafgreiðsluheimild sveitarstjórnar á þeim tíma sem skila á inn umsögn. Leitað verði umsagna allra heimastjórna á samgönguáætlun við vinnslu umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, miðbær

Málsnúmer 202301174Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 22.05.23, þar sem aðalskipulagsbreyting vegna miðbæjar Egilsstaða var til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi skipulagsáætlun er varðar breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir miðbæ Egilsstaða og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Keilur undir Bjólfi

Málsnúmer 202304036Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 15.05.23, þar sem aðalskipulagsbreyting vegna varnakeila norðan Öldugarðs var til umfjöllunar

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi skipulags- og matslýsing, auk vinnslutillögu, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna varnarkeila norðan Öldugarðs verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Aðalskipulagsbreyting, Seyðisfjörður, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202105090Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 05.06.23, þar sem aðalskipulagsbreyting vegna Fjarðarheiðargangna var til umfjöllunar

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi tillögu að lagfæringu á skipulagsgögnum vegna breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 fyrir Fjarðarheiðargöng. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Rammahluti aðalskipulags, Stuðlagil

Málsnúmer 202111199Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 05.06.23, þar sem rammahluti aðalskipulags vegna Stuðlagils var til umfjöllunar.

Til máls tóku: Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson til svara og Jónína Brynjólfsdóttir til svara.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þeirra athugasemda sem fram hafa komið frá landeigendum samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að vísa rammahluta aðalskipulags Stuðlagils aftur til umhverfis- og framkvæmdaráðs til frekari efnislegrar skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Deiliskipulag, Akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal

Málsnúmer 202108147Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 05.06.23, þar sem deiliskipulag akstursíþróttasvæðis undir Skagafelli var til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að sótt verði um til innviðaráðuneytisins að veitt verði undanþága frá grein 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð, lið "d" vegna fjarlægðar milli bygginga og vega, fyrir lóð aðstöðuhúss í deiliskipulagi fyrir akstursíþróttavæði í Skagafelli. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Deiliskipulagsbreyting, Miðvangur 8

Málsnúmer 202212110Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá stjórn Sigurgarðs ehf. varðandi byggingu fjölbýlishúss við Miðvang 8 á Egilsstöðum.

Við upphaf dagskrárliðar vakti sveitarstjórnarfulltrúi Björg Eyþórsdóttir athygli á mögulegu vanhæfi sínu

Forseti opnaði mælendaskrá og í framhaldi lagði fram vanhæfistillöguna sem var samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Ívar Karl Hafliðason og Hildur Þórisdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi frá Sigurgarði ehf. til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu. Sveitarstjórn beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að teknar verði til endurskoðunar reglur varðandi mögulega afslætti vegna byggingar íbúðarhúsnæðis á miðbæjarsvæði Egilsstaða og horft verði til þess við endurskoðun á fyrri afgreiðslu ráðsins varðandi fyrirliggjandi erindi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Breyting á lóð, Austurvegur 38B, 710

Málsnúmer 202302120Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá lóðarhafi að Austurvegi 38B þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn endurskoði fyrri afstöðu sína frá fundi sínum þann 10. febrúar 2021 um að endurbygging bílskúrs sem fór í aurskriðum 2020 sé óheimil þar til hættumat liggi fyrir og gerðar hafa verið fullnægjandi ráðstafanir í ofanflóðavörnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að aflétta þeirri kvöð að ekki sé heimilt að endurbyggja bílskúr við Austurveg 38b á Seyðisfirði þar sem gerðar hafa verið fullnægjandi ráðstafanir hvað ofanflóðavarnir varðar fyrir umrædda lóð. Erindinu að öðru leyti vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Ránargata 17, afstaða til endurbyggingar

Málsnúmer 202305222Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 05.06.23, varðandi afstöðu til endurbyggingar Ránargötu 17 á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til fyrirliggjandi gagna og afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að endurbygging húsnæðis að Ránargötu 17 á Seyðisfirði verði ekki heimiluð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Ályktun SFA um stöðu almenningsbókasafna á Íslandi í dag

Málsnúmer 202305302Vakta málsnúmer

Fyrir liggur yfirlýsing Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna um stöðu almenningsbókasafna á tímum niðurskurðar hjá sveitarfélögum.

Til máls tók: Hildur Þórisdóttir.

Lagt fram til kynningar.

13.Fundir sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna í ágúst til desember 2023

Málsnúmer 202305150Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundadagatal fyrir sveitarstjórn, ráð og heimastjórnir fyrir ágúst til desember 2023 sem hefur verið staðfest af heimastjórnum og viðkomandi fagráðum.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson og Björn Ingimarsson.

Lagt fram til kynningar.

14.Reglur leikskóla í Múlaþingi - endurskoðun

Málsnúmer 202306010Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs Múlaþings, dags. 06.06.23, varðandi reglur leikskóla í Múlaþingi. Fyrir liggur einnig að ekki hefur náðst að uppfæra reglurnar að fullu í samræmi við umræðu í fjölskylduráði.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Björg Eyþórsdóttir, Ívar Karl Hafliðason, Björn Ingimarsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Björg Eyþórsdóttir, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Eyþór Stefánsson, Hildur Þórisdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Vilhjálmur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Afgreiðslu frestað þar til að endanlegar reglur liggja fyrir afgreiddar af fjölskylduráði.

15.Heimastjórn Djúpavogs - 38

Málsnúmer 2305011FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 1, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem kom með fyrirspurn, Guðný Lára Guðrúnardóttir sem svaraði fyrirspurn Ásrúnar, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir . Vegna liðar 4, Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn Hildar og Helgi Hlynur Ásgrímson.

Lagt fram til kynningar.

16.Heimastjórn Borgarfjarðar - 36

Málsnúmer 2306003FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Hildur þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Eyþór Stefánsson sem svaraði fyrirspurn Hildar.

Lagt fram til kynningar.

17.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 36

Málsnúmer 2305024FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 15, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Vilhjálmur Jónsson sem svaraði fyrirspurn Þrastar, Þröstur Jónsson

Lagt fram til kynningar.

18.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 35

Málsnúmer 2305013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Byggðaráð Múlaþings - 84

Málsnúmer 2305007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Byggðaráð Múlaþings - 85

Málsnúmer 2305014FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Byggðaráð Múlaþings - 86

Málsnúmer 2305023FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 84

23.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 85

24.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 86

25.Fjölskylduráð Múlaþings - 71

Málsnúmer 2305008FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

26.Fjölskylduráð Múlaþings - 72

Málsnúmer 2305018FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

27.Fjölskylduráð Múlaþings - 73

Málsnúmer 2305022FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

28.Fjölskylduráð Múlaþings - 74

Málsnúmer 2306002FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

29.Ungmennaráð Múlaþings - 24

Málsnúmer 2305005FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

30.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan

Fundi slitið - kl. 16:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?