1.Aðalskipulagsbreyting, Fljótsdalshérað, Fjarðarheiðargöng
2.Aðalskipulagsbreyting, Borgarfjörður, þéttbýli og efnisnáma í Fjarðará
3.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Þúfuhraun
4.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Ný vegtenging, útrás og hreinsivirki
5.Aðalskipulagsbreyting, Úlfsstaðir, frístundabyggð
6.Samþykkt stjórnar sambandsins og yfirlýsing CEMR vegna Úkraínu
7.Reglur um fjárhagsaðstoð
8.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning
9.Reglur Múlaþings um stuðningsfjölskyldur
10.Reglur um hæfingu og iðju fyrir fatlað fólk hjá Múlaþingi
11.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga
13.Byggðaráð Múlaþings - 44
14.Byggðaráð Múlaþings - 45
15.Byggðaráð Múlaþings - 46
16.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 46
17.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 47
18.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 48
19.Fjölskylduráð Múlaþings - 37
20.Fjölskylduráð Múlaþings - 38
21.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 20
22.Heimastjórn Djúpavogs - 23
23.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 18
24.Ungmennaráð Múlaþings - 12
Fundi slitið - kl. 16:55.
Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, Þröstur Jónsson, Jakob Sigurðsson, Hildur Þórisdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings þakkar þá vönduðu vinnu er Vegagerðin stendur fyrir varðandi umhverfismat og valkosti varðandi mögulegar vegtengingar við Fjarðarheiðargöng. Sveitarstjórn lýsir yfir stuðningi við þær niðurstöður er koma fram í vinnugögnum varðandi verkefnið og leggur áherslu á að Skipulagsstofnun hraði afgreiðslu umsagnar vegna umhverfismatsskýrslu framkvæmdarinnar eins og frekast er unnt þannig að formlegt kynningarferli geti hafist sem fyrst.
Samþykkt með handauppréttingu með 10 atkvæðum, einn var á móti (Þröstur Jónsson).
Jakob Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Mikilvægt er að flýta sem kostur er staðsetningarvali á Lagarfljótsbrú svo hægt sé að koma henni á samgönguáætlun.
Það er ekki langt í að það verði frekari þungatakmarkanir settar á Lagarfljótsbrú.
Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég lýsi undrun minni á bókun sveitarstjórnar sem hrasar að þeirri ályktun að val Vegagerðarinnar á Suðurleið sé rétt áður en endanleg skýrsla er komin út og áður en nokkur umræða hefur farið fram um þetta stóra mál í samfélaginu.
Það eru mér mikil vonbrigði að Vegagerðin virðist ekkert tillit hafa tekið til athugasemda minna um verðmætt íbúðabyggingaland sem veglína Suðurleiðar sker og eyðileggur.
Það er í verkahring kjörinna fulltrúa að ákveða hvaða leið verður valin, en ekki embættismanna ríkisstofnunar.