Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

2. fundur 14. október 2020 kl. 14:00 - 17:00 í Valaskjálf, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Gauti Jóhannesson aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Elvar Snær Kristjánsson aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Nafn nýs sveitarfélags

Málsnúmer 202010023Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fyrirliggjandi tillögu sem nú er tekin til síðari umræðu og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til niðurstöðu nafnakönnunar, sem fram fór þann 27. júní og með hliðsjón af lögbundinni umsögn örnefnanefndar, samþykkir sveitarstjórn að nýtt sameinað sveitarfélag hljóti nafnið Múlaþing.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags

Málsnúmer 202010010Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti samþykktina. Þröstur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn og Björn Ingimarsson.

Fyrir fundinum liggja breytingatillögur við þá tillögu að samþykkt sem lögð var fyrir sveitarstjórn við fyrri umræðu.
Þær bornar upp í einu lagi og samþykktar samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags, með áorðnum breytingum.
Sveitarstjóra er falið að senda samþykktina til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir

Málsnúmer 202010012Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti tillöguna. Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson, sem lagði fram frestunartillögu. Stefán Bogi Sveinsson, Þröstur Jónsson, Jódís Skúladóttir og Stefán Bogi Sveinsson.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 47. gr. Sveitarstjórnarlaga samþykkir sveitarstjórn að farið verði eftir ákvæðum 3. mgr. 47. gr. Sveitarstjórnarlaga þegar varamenn eru kallaðir til setu á fundum í nefndum, stjórnum og ráðum þar sem lagðir voru fram sameiginlegir listar við kjör í viðkomandi og þeir urðu sjálfkjörnir, eða kosið var milli þeirra hlutfallskosningu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Borin upp tillaga Þrastar Jónssonar um að frestun á tilnefningu fulltrúa í stjórn HEF og hún felld með 10 atkv, en einn geiddi henni atkv.

Stjórn HEF
Vegna tilnefningar í stjórn HEF liggja fyrir þrír listar, sem kosið verður um í hlutfallskosningu í sveitarstjórn.

Listi X - borinn fram af fulltrúum B- og D-lista
Gunnar Jónsson D-lista
Ágústa Björnsdóttir D-lista
Jónína Brynjólfsdóttir B-lista
Davíð Þór Sigurðarson D-lista
Ívar Karl Hafliðason D-lista
Benedikt Hlíðar Stefánsson B-lista


Listi Y - borinn fram af fulltrúum L- og V-lista
Skúli Björnsson L-lista
Helgi Hlynur Ásgrímsson V-lista
Hildur Þórisdóttir L-lista
Jódís Skúladóttir V-lista


Listi Z - borinn fram af fulltrúa M-lista
Þröstur Jónsson M-lista
Björn Ármann Ólafsson M-lista.

Gengið var til atkvæða og hlaut listi X 6 atkvæði, listi Y 4 atkvæði og listi Z 1 atkvæði

Tilnefndir til setu í stjórn HEF eru því eftirtaldir:
Gunnar Jónsson D-lista
Ágústa Björnsdóttir D-lista
Jónína Brynjólfsdóttir B-lista
Skúli Björnsson L-lista
Helgi Hlynur Ásgrímsson V-lista

Til vara
Davíð Þór Sigurðarson D-lista
Ívar Karl Hafliðason D-lista
Benedikt Hlíðar Stefánsson B-lista
Hildur Þórisdóttir L-lista
Jódís Skúladóttir V-lista

Ungmennaráð
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og starfsmanni ungmennaráðs að gera tillögu að nýju erindisbréfi fyrir ungmennaráð Múlaþings. Einnig að kalla eftir tilnefningum í ráðið í samræmi við drög að erindisbréfi, með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar á næsta fundi hennar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Öldungaráð
Sveitarstjórn samþykkir að kalla eftir tilnefningu eins fulltrúa og eins til vara frá hverju félagi eldri borgara sem starfar innan sveitarfélagsins og einum fulltrúa og einum til vara frá HSA. Tilnefningar skulu liggja fyrir eigi síðar en 6. nóvember en sveitarstjórn mun skipa ráðið, og fulltrúa sveitarstjórnar þar í, á næsta fundi sínum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Samráðshópur
Sveitarstjórn samþykkir að fela fjölskylduráði að kalla eftir tilnefningum, þriggja fulltrúa og þriggja til vara frá hagsmunasamtökum fatlaðs fólks, samkvæmt nánari ákvörðun ráðsins. Tilnefningar skulu liggja fyrir eigi síðar en 6. nóvember en sveitarstjórn mun skipa samráðshópinn, og fulltrúa sveitarstjórnar þar í, á næsta fundi sínum.

Til máls tóku Stefán Bogi Sveinsson

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Almannavarnanefnd
Í samræmi við samkomulag um skipan sameiginlegrar almannavarnanefndar í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi situr sveitarstjóri í nefndinni sem fulltrúi sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn staðfestir því Björn Ingimarsson sem aðalfulltrúa en varafulltrúi er Óðinn Gunnar Óðinsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stjórn Ársala bs.
Aðalmenn: Björn Ingimarsson, Guðlaugur Sæbjörnsson
Varamenn: Óðinn Gunnar Óðinsson, Hugrún Hjálmarsdóttir

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands
Aðalmaður: Björn Ingimarsson Varamaður: Óðinn Gunnar Óðinsson

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heilbrigðisnefnd Austurlands
Aðalmenn: Stefán Bogi Sveinsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson Varamenn: Gauti Jóhannesson, Benedikta Guðrún Svavarsdóttir

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Aðalmenn: Gauti Jóhannesson D-lista, Stefán Bogi Sveinsson B-lista, Hildur Þórisdóttir L-lista,
Jódís Skúladóttir V-lista
Varamenn: Berglind Harpa Svavarsdóttir D-lista, Vilhjálmur Jónsson B-lista, Kristjana Sigurðardóttir L-lista, Helgi Hlynur Ásgrímsson V-lista.

Til máls tók. Stefán Bogi Sveinsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stjórn Brunavarna á Austurlandi
Aðalmaður: Björn Ingimarsson Varamaður: Óðinn Gunnar Óðinsson

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stjórn Brunavarna á Héraði
Aðalmaður: Björn Ingimarsson Varamaður: Guðlaugur Sæbjörnsson

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stjórn Héraðsskjalasafns Austfirðinga
Aðalmaður: Helgi Hjálmar Bragason Varamaður: Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stjórn Minjasafns Austurlands
Sveitarstjórn samþykkir að núverandi stjórn haldi umboði sínu þar til endanleg afstaða hefur verið tekin til þess hvort rekstrarformi safnsins verður breytt. Sveitarstjóra er falið að vera í sambandi við stjórnina vegna þessa.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir, sem bar fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stjórn Skólaskrifstofu Austurlands
Í samræmi við samning um Skólaskrifstofu Austurlands er sveitarstjóri fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn byggðasamlagsins. Sveitarstjórn staðfestir því Björn Ingimarsson sem aðalfulltrúa en varafulltrúi er Óðinn Gunnar Óðinsson.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Stjórn Vísindagarðsins ehf.
Aðalmaður: Björn Ingimarsson Varamaður: Óðinn Gunnar Óðinsson

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs
Aðalmenn: Gauti Jóhannesson, Andrés Skúlason
Varamenn: Ívar Karl Hafliðason, Eyþór Stefánsson

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Svæðisskipulagsnefnd Austurlands
Sveitarstjórn samþykkir að fresta tilnefningu í svæðisskipulagsnefnd þar til SSA, sem heldur utan um vinnu við gerð svæðisskipulags, kallar eftir tilnefningum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



Stjórn Náttúrustofu Austurlands
Sveitarstjórn samþykkir að núverandi fulltrúar í stjórn haldi umboði sínu til loka kjörtímabilsins.

Til máls tóku. Kristjana Sigurðardóttir, sem bar fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Endurmenntunarsjóður
Sveitarstjórn samþykkir að fela byggðarráði að skipa stjórn Endurmenntunarsjóðs sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



4.Samþykktir um starfskjör kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 202010402Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn. Eyþór Stefánsson, sem bar fram aðra fyrirspurn, Þröstur Jónsson, sem bar fram fyrirspurn. Jódís Skúladóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurnum, Björn Ingimarsson, Jódís Skúladóttir, Þröstur Jónsson, Vilhjálmur Jónsson, Kristjana Sigurðardóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Jakob Sigurðsson, Kristjana Sigurðardóttir og Eyþór Stefánsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn staðfestir framlagða tillögu að samþykkt um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að styrkur til tækjakaupa skv. 2. mgr. 14. gr. samþykktarinnar verði kr. 150.000 og að símastyrkur skv. sama ákvæði verði kr. 5.000.

Samþykkt með handauppréttingu með 10 atkv. en 1 sat hjá (JóS)

5.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202010419Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson bæjarstjóri gerði grein fyrir vinnu við erindisbréf nefnda Múlaþings. Frumdrög eru í vinnslu og er stefnt að því að endanleg útgáfa verði lögð fyrir næsta fund sveitarstjórnar til staðfestingar.

Forseti bar upp tillögu þess efnis að málinu væri frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Staða samgönguverkefna í sveitarfélaginu

Málsnúmer 202010420Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fyrirliggjandi tillögu. Berglind Harpa Svavarsdóttir, Jakob Sigurðsson, Hildur Þórisdóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Þröstur Jónsson, Vilhjálmur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Eyþór Stefánsson og Jakob Sigurðsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings beinir því til Alþingis, ríkisstjórnar og Vegagerðarinnar, að þörf er á verulegum samgöngubótum innan þessa nýja og víðfeðma sveitarfélags.
Sveitarstjórn leggur því þunga áherslu á að staðið verði við þau fyrirheit sem gefin voru í tengslum við sameiningu sveitarfélaganna fjögurra og að tenging byggðakjarna innan sveitarfélagsins, með bundnu slitlagi á Borgarfjarðarvegi, heilsársvegi yfir Öxi og jarðgöngum undir Fjarðarheiði verði hraðað eins og kostur er og hvergi seinkað frá því sem nú liggur fyrir í gildandi samgönguáætlun og þeim áætlunum um flýtingu framkvæmda sem þegar liggja fyrir.
Jafnframt hvetur sveitarstjórn Vegagerðina sérstaklega til að huga að lagningu bundins slitlags á hina víðfeðmu tengivegi sveitarfélagsins og að viðhaldi og viðgerðum á vegum innan þess verði sinnt svo sem vera ber.
Einnig bendir sveitarstjórn á að rík þörf er á að endurnýja veginn um Efra-Jökuldal og huga að hringtengingu þar inn úr, í ljósi aukins ferðamannastraums um svæðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni sem verið er að vinna að hjá sveitarfélaginu, samskipti við stofnanir og önnur sveitarfélög m.a. og kynnti stöðuna fyrir fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?