Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

35. fundur 12. apríl 2023 kl. 14:00 - 17:50 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Sigurður Gunnarsson varamaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Hulda Sigurdís Þráinsdóttir
  • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Ársreikningur Múlaþings 2022

Málsnúmer 202303049Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson sveitarstjóri lagði fram ársreikning Múlaþings fyrir árið 2022 til síðari umræðu í sveitarstjórn auk endurskoðunarskýrslu KPMG fyrir árið 2022.
Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2022 námu 8.567 milj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 7.304 millj. kr.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir námu alls 7.370 millj. kr. í samanteknum ársreikningi 2022 fyrir A og B hluta, þar af námu rekstrargjöld A hluta 6.945 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta námu 403 millj. og þar af 236 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 849 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 671 millj. í A hluta.
Eftir fjármagnsliði og afskriftir var rekstrarafkoma ársins neikvæð um 76 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Þar af var afkoma A-hluta neikvæð um 548 millj. kr. Fyrir fjármagnsliði var rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 794 millj. kr., þar af 122 millj. kr. í A hluta.
Veltufé frá rekstri var jákvætt um 1.040 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er veltufé frá rekstri í A hluta jákvætt um 310 millj. kr.
Fjárfestingahreyfingar ársins námu nettó 1.985 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 1.172 millj. í A hluta.
Lántökur námu 1.020 millj. kr á árinu 2022, en afborganir af lánum og leiguskuldbindingum námu 823 millj. kr. á árinu 2022.
Eignir samkvæmt efnahagsreikningi námu 15.169 millj. kr. í árslok 2022 fyrir A og B hluta, þar af nema heildareignir A hluta 9.870 millj. kr. í árslok 2022.

Heildarskuldir og skuldbindingar námu 12.397 millj. kr. í árslok 2022 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 9.071 millj. kr.

Ársreikningurinn í heild sinni er að öðru leyti aðgengilegur á heimasíðu Múlaþings.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson, Björn Ingimarsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samstæðureikning Múlaþings fyrir árið 2022 við síðari umræðu, en fyrri umræða um hann fór fram 15. mars sl. og var hann birtur í Kauphöllinni þann sama dag.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, íþróttasvæði

Málsnúmer 202109040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 27.03.23, þar sem tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 var til umfjöllunar.

Til máls tóku: Sigurður Gunnarsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi skipulagsáætlun fyrir nýtt íþróttasvæði utan við Dyngju á Egilsstöðum og hverfisvernd umhverfis Gálgaklett og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (ÞJ)

3.Aðalskipulagsbreyting, Akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal

Málsnúmer 202108146Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 27.03.23, þar sem tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 var til umfjöllunar.

Til máls tók: Ívar Karl Hafliðason

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu fyrir aksturssvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Rammahluti aðalskipulags, Stuðlagil

Málsnúmer 202111199Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 27.03.23, þar sem tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 var til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna rammahluta aðalskipulags fyrir Stuðlagil verði auglýst er brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar og gögn lagfærð. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Umsagnarferli vegna umsóknar um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað fyrir Austri, brugghús ehf

Málsnúmer 202302046Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi , dagsett 6. febrúar 2023, vegna umsóknar Austra brugghús ehf, kt. 590515-3290, um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað að Fagradalsbraut 25, fnr. 231-0973. Um er að ræða umsókn um leyfi til að selja áfengi sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á grundvelli reglugerðar nr. 800/2022 um sölu áfengis á framleiðslustað veitir sveitarstjórn Múlaþings jákvæða umsögn um sölu áfengis á framleiðslustað að Fagradalsbraut 25, fnr. 231-0973, sem er að rúmmáli minna en 12% af hreinum vínanda. Salan er heimil milli kl. 12.00 og 23.00 en skal að öðru leiti fara fram í samræmi við reglugerð nr. 800/2022. Sveitarstjórn staðfestir að starfsemin er í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála og að lokaúttekt hafi farið fram, sbr. umsögn byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa. Jafnframt staðfestir sveitarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. Þá staðfestir sveitarstjórn að kröfum um brunavarnir er fullnægt, sbr. umsögn Brunavarna á Austurlandi og að starfsemin er í sarmæmi við ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og laga um matvæli, sbr. umsögn Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt, Davíðsstaðir

Málsnúmer 202301213Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 27.03.23, þar sem tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 var til umfjöllunar.

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á grundvelli nýrra upplýsinga samþykkir sveitarstjórn að vísa málinu aftur til umhverfis- og framkvæmdaráðs til frekari vinnslu.

Samþykkt með 9 atkvæðum, tveir satu hjá (ES,HHÁ)

7.Sumarlokun skrifstofanna 2023

Málsnúmer 202302098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs Múlaþings, dags. 21.02.23, þar sem tillögum varðandi sumarlokun skrifstofa sveitarfélagsins er beint til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu byggðaráð samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að sumarlokun skrifstofa sveitarfélagsins á Borgarfirði, Seyðisfirði og Djúpavogi verði frá og með mánudeginum 3. júlí og til og með föstudeginum 28. júlí. Skrifstofa sveitarfélagsins á Egilsstöðum verði lokuð frá og með mánudeginum 17. júlí og til og með föstudeginum 28.júlí.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Styrkumsókn, leiðarvísir fyrir hjólreiðarfólk

Málsnúmer 202303175Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Ómari Smára Kristinssyni þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegna útgáfu bókar um Austurland er snýst um leiðarvísi fyrir hjólreiðafólk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi varðandi styrkveitingu til atvinnu- og menningarmálastjóra til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að endurskipa þarf varamann í heimastjórn Seyðisfjarðar í stað Urðar Örnu Ómarsdóttur sem beðist hefur lausnar. Einnig þarf að skipa varamenn í umhverfis- og framkvæmdaráð og fjölskylduráð í stað Sunnu Daggar Markvad Guðjónsdóttur sem hefur beðist lausnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að Snorri Emilsson taki sæti sem annar varamaður í heimastjórn Seyðisfjarðar í stað Urðar Örnu Ómarsdóttur sem beðist hefur lausnar sökum fæðingarorlofs m.a. Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir jafnframt að Guðný Margrét Hjaltadóttir taki sæti sem varamaður í umhverfis- og framkvæmdaráði í stað Sunnu Daggar Markvad Guðjónsdóttur og Sylvía Ösp Jónsdóttir taki sæti sem varamaður í fjölskylduráði í stað Sunnu Daggar Markvad Guðjónsdóttur sem beðist hefur lausnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Heilsársvegur um Öxi

Málsnúmer 202304027Vakta málsnúmer

Ný lög um samvinnuverkefni í vegaframkvæmdum (PPP) voru samþykkt á Alþingi í júní 2020 en markmið laganna var að flýta uppbyggingu mikilvægra samgönguinnviða, stytta vegalengdir og auka umferðaröryggi.
Fram kemur í nýrri fjármálaáætlun til 2028 að ekki hafi reynst forsendur til að vinna samvinnuverkefni á borð við Axarveg á þeim grunni sem til stóð. Ráða þurfi fram úr fjármögnun og meta hvort sumar vegbæturnar ætti að kosta með hefðbundnum hætti.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Þröstur Jónsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings leggur áherslu á að unnið verði að framkvæmdum við heilsársveg um Öxi í samræmi við samgönguáætlun þó svo að fjármögnun í samstarfi við einkaaðila reynist ekki raunhæf leið. Í aðdraganda sameiningar Múlaþings var áhersla lögð á mikilvægi þess að af þessari framkvæmd yrði og voru viðbrögð ríkisvaldsins við því jákvæð enda bætir Axarvegur vegasamband á Austurlandi, styrkir byggð og eykur umferðaröryggi, en eins og Austfirðingar urðu áþreifanlega varir við nýverið er öryggi á þjóðvegi 1, Suðurfjarðarleið, verulega ábótavant í ljósi snjóflóða- og skriðuhættu.Einnig er um að ræða gífurlega mikilvæga bót á samgöngum og styttingu flutningsleiða Austurlands við aðra landshluta, og þar með minnkun kolefnislosunar, og því með öllu óásættanlegt að framkvæmdir frestist frekar en orðið hefur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Hættuástand á Seyðisfirði

Málsnúmer 202304004Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar, dags. 05.04.23, þar sem því er beint til sveitarstjórnar að óska eftir fundi með innviðaráðherra um fyrirhugað útboð og framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng.

Til máls tóku: Björg Eyþórsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Þröstur Jónsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings þakkar viðbragðsaðilum skjót og vönduð viðbrögð vegna mögulegra ofanflóða að undanförnu sem og íbúum Seyðisfjarðar fyrir samstöðu og þrautseigju meðan að óvissuástand varði.
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Seyðisfjarðar varðandi mikilvægi þess að bæði samgöngur til og frá Seyðisfirði verði tryggðar sem og að framkvæmdir við ofanflóðavarnir beggja megin fjarðar tefjist ekki. Sveitarstjórn leggur áherslu á mikilvægi þess að fjármögnun framkvæmda við Fjarðarheiðargöng verði tryggð og hefjist samkvæmt áætlun. Sveitarstjóra falið að óska eftir fundi sveitarstjórnar og innviðaráðherra sem fyrst varðandi málið. Sveitarstjórn vekur jafnframt athygli íbúa Seyðisfjarðar og Múlaþings á upplýsingafundi sem haldinn verður fimmtudaginn 13. apríl kl. 17:00 um fjarfundarbúnað og nálgast má um heimasíðu sveitarfélagsins. Umfjöllunarefnið verður staða mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna fóru yfir helstu málefni sem verið hafa til umfjöllunar hjá viðkomandi heimastjórn og kynntu fyrir sveitarstjórn.

13.Heimastjórn Borgarfjarðar - 34

Málsnúmer 2304001FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

14.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 33

Málsnúmer 2303020FVakta málsnúmer

Til máls tók: Vegna liðar 14, Ívar Karl Hafliðason

Lagt fram til kynningar.

15.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 34

Málsnúmer 2303025FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 4, Ívar Karl Hafliðason. Vegna liðar 3, Eyþór Stefánsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Vilhjálmur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir og Eyþór Stefánsson

Lagt fram til kynningar.

16.Heimastjórn Djúpavogs - 36

Málsnúmer 2303013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 33

Málsnúmer 2303023FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Byggðaráð Múlaþings - 78

Málsnúmer 2303010FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Byggðaráð Múlaþings - 79

Málsnúmer 2303011FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

20.Byggðaráð Múlaþings - 80

Málsnúmer 2303019FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 80

22.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 81

23.Fjölskylduráð Múlaþings - 66

Málsnúmer 2303021FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

24.Fjölskylduráð Múlaþings - 67

Málsnúmer 2303027FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 1, Þröstur Jónsson, Sigurður Gunnarsson, Björg Eyþórsdóttir, Eyþór Stefánsson sem bar upp fyrirspurn, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson sem svaraði fyrirspurn Eyþórs, Eyþór Stefánsson og Þröstur Jónsson með andsvar. Vegna liðar 4, Eyþór Stefánsson, Sigurður Gunnarsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ívar Karl Hafliðason og Eyþór Stefánsson. Vegna liðar 8, Hildur Þórisdóttir og Sigurður Gunnarsson. Vegna liðar 24, Eyþór Stefánsson, Sigurður Gunnarsson og Eyþór Stefánsson.

Lagt fram til kynningar.

25.Ungmennaráð Múlaþings - 22

Málsnúmer 2303006FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

26.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?