Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

9. fundur 10. mars 2021 kl. 14:00 - 17:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gauti Jóhannesson forseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 1. varaforseti
  • Hildur Þórisdóttir 2. varaforseti
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Elvar Snær Kristjánsson aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jakob Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari
Í upphafi fundar bar forseti það undir fundinn hvort bæta mætti á dagskrá nýjum lið sem yrði þá númer 7:
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 til 2020, Djúpivogur Innri Gleðivík, stækkun athafnasvæðis við Háukletta.
Var það samþykkt samhljóða.

1.Lánasamningar 2021

Málsnúmer 202102234Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, Hildur Þórisdóttir, sem bar fram fyrirspurnir. Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurnum, Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurn, Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn, Jódís Skúladóttir, Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Björn Ingimarsson, Jódís Skúladóttir, Hildur Þórisdóttir, sem bar fram fyrirspurn og Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 400.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum ársins og endurfjármögnun afborgana eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Birni Ingimarssyni, sveitarstjóra Múlaþings , kt. 301254-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Múlaþings að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Samningar um framsal á einkarétti og flutning eigna til HEF

Málsnúmer 202103051Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Björn Ingimarsson og Þröstur Jónsson.

Fyrir lá bókun byggðaráðs Múlaþings, dags. 02.03.2021, þar sem lagt er til að sveitarstjórn veiti sveitarstjóra umboð til að undirrita samninga varðandi frágang kaupa Hitaveitu Egilsstaða og Fella á veitum sveitarfélaganna er sameinast hafa í Múlaþing. Jafnframt er lagt til að sveitarstjóra verði veitt umboð til að undirrita samninga um framsal á einkarétti Múlaþings til vatns- og fráveitustarfsemi til Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur byggðaráðs Múlaþings varðandi samninga um framsal á einkarétti og eignum til Hitaveitu Egilsstaða og Fella og veitir sveitarstjóra umboð til að undirrita gögn er því tengjast.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Jódís Skúladóttir, Hildur Þórisdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Þröstur Jónsson og Vilhjálmur Jónsson.


Fyrir lá tillaga byggðaráðs Múlaþings, dags. 02.03.2021, varðandi tilnefningu fulltrúa sveitarfélagsins í verkefnastjórn á grundvelli samnings Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins við Múlaþing og Austurbrú vegna stuðning við atvinnulíf á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samkvæmt tillögu byggðaráðs Múlaþings samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að eftirfarandi aðilar verði tilnefndir í verkefnisstjórnina fh. Múlaþings:

Gauti Jóhannesson
Stefán Bogi Sveinsson

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Varðandi húseignir á skriðusvæði utan Búðarár er eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings heimilar ekki endurbyggingu húsa á eftirtöldum lóðum fyrr en endurskoðað hættumat liggur fyrir og gerðar hafa verið fullnægjandi ráðstafanir í ofanflóðavörnum fyrir umræddar lóðir.

Hafnargata 38
Hafnargata 35-37
Hafnargata 25

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir jafnframt, að höfðu samráði við eigendur, að fallið verði frá kröfu um endurbyggingu íbúðarhúsnæðis að Botnahlíð 17 að því gefnu að eigandi húsnæðisins ráðist í lágmarksfrágang svo að öryggi húsnæðisins verði tryggt og að húsnæðið verði lokað fyrir utanaðkomandi umferð, skv. samkomulagi þar um. Náttúruhamfaratryggingu skal tilkynnt sérstaklega um það þegar slíkt samkomulag liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Ráðgjafanefnd vegna eldri húsa á hættusvæðum

Málsnúmer 202102258Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að erindisbréfi og tillaga að skipan ráðgjafanefndar sem ætlað er að gera tillögur til umhverfis- og framkvæmdaráðs um ráðstafanir vegna húsa á og nærri skriðusvæði utan Búðarár á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir framlagt erindisbréf og að eftirtaldir aðilar taki sæti í ráðgjafanefndinni.

Tilnefndir úr heimastjórn Seyðisfjarðar
Ólafur Hr. Sigurðsson
Rúnar Gunnarsson

Frá Minjastofnun Íslands
Pétur H. Ármannsson
Þuríður E. Harðardóttir

Sérfræðingar úr hópi íbúa Seyðisfjarðar
Bragi Blumenstein
Þóra Bergný Guðmundsdóttir

Að auki verði einn fulltrúi í nefndinni tilnefndur af ungmennaráði sveitarfélagsins.

Einnig taka eftirtaldir starfsmenn þátt í starfi nefndarinnar auk þess að sinna skilgreindum verkefnum innan hennar svo sem nánar greinir í erindisbréfi.
Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri og fulltrúi sveitarstjóra á Seyðisfirði
Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri
María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Lóðaleigusamningur og Samþykkt um úthlutun lóða, endurskoðun

Málsnúmer 202101229Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson, Hildur Þórisdóttir, sem bar fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn.

Fyrir lá tillaga umhverfis- og framkvæmdaráðs að samþykkt um úthlutun lóða hjá Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir framlagða tillögu að samþykkt um úthlutun lóða hjá Múlaþingi og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að sjá til þess að framvegis verði unnið samkvæmt henni.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Aðalskipulagsbreyting vegna námu í Stafdal

Málsnúmer 202011044Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson og Þröstur Jónsson.

Fyrir lág samantekt skipulagsráðgjafa á athugasemdum sem bárust við lýsingu á breytingu aðalskiplags Seyðisfjarðar 2008-2020 og tillaga að svörum við þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfesti fyrirliggjandi drög að svörum við þeim athugasemdum er fram komu við auglýsingu skipulagslýsingar og felur skipulagsfulltrúa úrvinnslu málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Djúpivogur - Innri Gleðivík - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 202012016Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Jódís Skúladóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Jódís Skúladóttir, Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn.

Fyrir lá tillaga að breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008 til 2020, Djúpivogur Innri Gleðivík, stækkun athafnasvæðis við Háukletta.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að auglýsa fram lagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við 31. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða auglýsingu á deiliskipulagi fyrir svæðið við Innri - Gleðivík. Jafnframt verði tillagan send til umsagnar hjá heimastjórn Djúpavogs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Skipulags- og matslýsing, ofanflóðavarnir undir Bjólfi við Seyðisfjörð

Málsnúmer 202010609Vakta málsnúmer

Til máls tóku. Jódís Skúladóttir, sem bar fram fyrirspurn, Hildur Þórisdóttir, sem svaraði fyrirspurn, Stefán Bogi Sveinsson, Vilhjálmur Jónsson og Gauti Jóhannesson.

Fyrir lá vinnslutillaga fyrir aðalskipulagsbreytingu vegna ofanflóðavarna undir Bjólfi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa þær og kynna í samræmi við fyrirmæli 2. mgr. 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Snjómokstur á Borgarfjarðarvegi

Málsnúmer 202011098Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson, Jakob Sigurðsson, Stefán Bogi Sveinsson, Hildur Þórisdóttir, Jakob Sigurðsson og Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Fyrir lágu bókanir heimastjórnar Borgarfjarðar varðandi snjómokstur á Borgarfjarðarvegi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Borgarfjarðar varðandi það að vetraropnun verði alla daga vikunnar á Borgarfjarðarvegi um Vatnskarð eystra.
Sveitarstjóra falið að koma erindinu á framfæri við Vegagerðina.

Sveitarstjórn tekur jafnframt undir með heimastjórn um mikilvægi þess að snjómokstri innan sveitarfélagsins sé lokið fyrr til að tryggja að sveitarfélagið geti sem mest talist eitt atvinnusóknarsvæði. Sveitarstjórn felur umhverfis- og framkvæmdaráði að taka þann þátt til skoðunar í samhengi við snjómokstur Vegagerðarinnar víðar í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

10.Sýn Ungmennaráðs á forvarnarmál

Málsnúmer 202101245Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir, Jódís Skúladóttir og Jakob Sigurðsson.

Fyrir lá bókun ungmennaráðs Múlaþings, dags. 01.02.2021, varðandi forvarnarmál.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með ungmennaráði varðandi það að sömu reglur skuli gilda um nikótínvörur og um tóbak og önnur vímuefni í stofnunum sveitarfélagsins og beinir því til forstöðumanna stofnana þess að sjá til að svo verði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

11.Deiliskipulag miðbæjar Egilsstaða

Málsnúmer 202102217Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Jódís Skúladóttir, Þröstur Jónsson, Hildur Þórisdóttir og Jakob Sigurðsson.

Fyrir lá ósk ungmennaráðs um svör við ákveðnum spurningum er varða miðbæjarskipulag á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa framkomnum spurningum til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

12.Umsagnarbeiðni um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál.

Málsnúmer 202102199Vakta málsnúmer

Til máls tóku: Jódís Skúladóttir, Þröstur Jónsson, Jódís Skúladóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson, Hildur Þórisdóttir, Elvar Snær Kristjánsson, Stefán Bogi Sveinsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Jódís Skúladóttir, Þröstur Jónsson og Vilhjálmur Jónsson.

Fyrir lá umsögn ungmennaráðs varðandi frumvarp til laga um stjórnskipunarlög (kosningaaldur).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með ungmennaráði og fagnar því að hugað sé að aukinni lýðræðisþátttöku ungmenna og felur verkefnastjóra íþrótta- og æskulýðsmála að koma umsögn ungmennaráðs á framfæri við nefndasvið Alþingis.

Samþykkt með 10 atkv. en 1 sat hjá (ÞJ)

13.Reglur Múlaþings um stofnframlög

Málsnúmer 202103050Vakta málsnúmer

Fyrir lágu drög að reglum um stofnframlög Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um stofnframlög Múlaþings og felur skrifstofustjóra Múlaþings sjá til þess að þær verði birtar í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

14.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn kynntu helstu málefni sem til umfjöllunar eru innan viðkomandi heimastjórna.

15.Byggðaráð Múlaþings - 12

Málsnúmer 2102008FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Byggðaráð Múlaþings - 13

Málsnúmer 2102013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

17.Byggðaráð Múlaþings - 14

Málsnúmer 2102021FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

18.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 12

Málsnúmer 2102005FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

19.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 13

Málsnúmer 2102010FVakta málsnúmer

Til máls tóku. Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurnir. Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurnum. Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem svaraði fyrirspurn. Hildur Þórisdóttir, sem svaraði fyrirspurn og Eyþór Stefánsson.

Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

20.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 14

Málsnúmer 2102014FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

21.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 15

Málsnúmer 2102023FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

22.Fjölskylduráð Múlaþings - 13

Málsnúmer 2102011FVakta málsnúmer

Til máls tóku. Eyþór Stefánsson, sem bar fram fyrirspurn. Elvar Snær Kristjánsson, sem svaraði fyrirspurn. Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem bar fram fyrirspurn. Hildur Þórisdóttir, sem bar fram fyrirspurn. Elvar Snær Kristjánsson, sem svaraði fyrirspurn. Eyþór Stefánsson, sem þakkaði góð svör og ræddi fyrri fyrirspurnir sínar. Stefán Bogi Sveinsson, sem veitti frekari svör. Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem veitti frekari svör og Elvar Snær Kristjánsson, sem veitti frekari svör.

Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

23.Fjölskylduráð Múlaþings - 14

Málsnúmer 2102020FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

24.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 5

Málsnúmer 2102009FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

25.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 6

Málsnúmer 2102019FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

26.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 5

Málsnúmer 2102016FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

27.Heimastjórn Djúpavogs - 7

Málsnúmer 2102006FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

28.Heimastjórn Djúpavogs - 8

Málsnúmer 2102022FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

29.Heimastjórn Borgarfjarðar - 6

Málsnúmer 2103001FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

30.Ungmennaráð Múlaþings - 3

Málsnúmer 2102018FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

31.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir helstu mál.
M.a. sagði Björn frá því að föstudaginn 19. mars n.k. er boðað til aðalfundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. og verður fundurinn haldinn í Þingmúla kl. 17:00.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?